|
 |
 |
wFriday, May 30, 2003 |
 |
 |
 |

Fjolskyldan min er otrulega god. Thau vilja mer otrulega vel en stundaum fer thad i taugarnar a mer hvad thau koma fram vid mig sem gest. Eg tharf aldrei ad gera neitt a heimilinu. ef mamman tharf greida spyr hun systur mina um hann. Eg reyni tho ad gera eitthvad og vaska oft upp og ef systir min er lot eda getur ekki gert thad sem hun er bedin um hleyp eg til. Thad var nefnilega svo mikill munur thegar eg for i picnic med hinni fjolskyldunni um daginn. Thau gafu mer strax hlutverk, vaska upp, taka til og finna til dot med theim. Thad var skemmtilegt ad fa ad vera med. Foreldrarnir leyfa mer ad gera nanast allt sem eg spyr um. Mamman hefur bara einu sinni sagt nei. Thad var um paskana og thad voru einhverjir krakkar sem budum er ad fara ad tjalda med theim en mommunni fannst thad ovideigandi. Mer fannst thad allt i lagi ad hun sagdi nei. Eg verd thvi ad atta mig sjalf a hvad theim likar og hvad ekki, thvi ad thau leyfa mer meira og minna allt. Thau vilja bara ad eg se anaegd og fai allt sem eg vil, en kannski er eg ekkert anaegdust ef ad eg fae allt. Baerinn minn er alltaf staerri og staerrri eftir thvi sem eg se meira af honum. Hann er svona, bak vid thess haed og gata bak vid thetta hus sem fer ad thessum husum. Thad er ein stor gata sem fer i gegnum baeinn minn og thar fara i gegn endalausir trukkar, rutur ogbilar. Madur passar sig bara vel a bilunum. Um paskanna dou 46 manns i slysum. Bilslysum og i sjonum. Frekar ohuggulegt og thad bara a einni viku. Af thvi ad eg by i fjalli eru alveg fullt af brekkum og haedum. Til thess ad eg komist i midbaeinn i baenum minum tharf eg ad labba upp otrulga bratta brekku. Hun er svona 700 metrar en oll leidin er um 1,5 km. Eg er thvi alltaf heillengi ad labba i baeinn, allt upp o halftima eda meira. Thad fer eftir thvi hvad eg er lot eda med hverjum eg er. Eg man ekki hvort ad eg hef skrifad thad ad thad eru engin gotunofn eda husnumer. Thad kemur tho fyrir i borgunum en thad er ekki algengt. Husid mitt er til daemis Aguilar, Sandoval (fjolskyldunafnid), Cervantes (baerinn), Alvarado (einhverskonar hreppur), Cartago (herad) svo er 1,5 km fyrir austan veitingastadinn La Posada de la Luna. Baerinn minn er thekktastur fyrir thennan veitingastad og hvad thad er kalt i baenum. Alltaf thegar eg segi ad eg eigi heima i Cervantes er alltaf sagt annad hvort "en kalt" eda "mm thad er svo godur matur". Eg hef tho aldrei farid ad borda ad thessum stad en thad er fraendi Monicu sem a stadinn svo hun aetlar ad fara einhverntima med mer ad borda. Maturinn sem stadurinn er thekktur fyrir kostar um 100 kr islenskar. Ekki er thad mikid. Maturinn herna er godur en hann bragdast samt vodalega mikid svipad. Thau nota ekki mikid af kryddum og thad er aldrei sterkur matur. Thad eru alveg fullt af hridgrjonum og baunum. Thad er mjog gott fyrir mig thvi ad mer finnst hrisgrjon svo god. Thad er tho meira og minna allt med oliu, sem er kannski alveg otharfi. Thad drekka audvita flestir mikid kaffi. Helsti munurinn er sa ad allir drekka med miklum sykri. Mer bra rosalega thegar mamman min setti i fyrst skiptid thrjar kufullar teskeidar af sykri i kaffid sitt. Thad var rosalegt. eg sa svo reyndar vinkonum mina seinna setja tvaer fullar matskeidar i kaffid sitt svo ad thrjar teskeidar urdu ad ekkert miklu.
posted by
Vedis at 5/30/2003 11:54:00 AM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wWednesday, May 28, 2003 |
 |
 |
 |

Svona ymislegt sem èg hef verid ad hugsa eda hef sèd.
Thad er audvita svo vodalega margt hèrna sem er ödruvìsi en heima à Íslandi. Ég sà allt sem er ödruvìsi fyrstu dagana mìna hèrna en svo fòr èg ad haetta ad sjà thà og byrjud ad hugsa hvad allt vaeri ì rauninni lìkt. Thad er audvita mikid lìkt en alveg rosalega margt òlìkt. Ég finn mikid fyrir thvì hvad mikid er undir àhrifum Bandarìkjanna. Ég hef medalannars fundid fyrir thvì ad thad er gert upp à milli okkar Tyler sem er bekkjarbròdir minn frà Bandrìkjunum. Ég var alltaf ad vaela vid sjàlfa mig og einhverja nàna um hvad hann fengi ì rauninni ad komast upp med meira en èg ì skòlanum. Ég finn nefnilega svo mikid fyrir thvì. Ég hèlt thvì ad thad vaeri thvì ad hann er bara hèrna ì 6 mànudi en svo fòr èg lìka ad paela ì thvì ad thad vita thad ekkert allir og afhverju aetti thad ad vera ödruvìsi. Ég er thvì alveg viss um ad thad er ùt af thvì ad hann er stràkur og thad frà Bandarìkjunum. Ég er stelpa og frà pìnulitlu landi sem faestir vita hvar er. Thad er ì raun alveg rosalegt hvad hann kemst upp med. Hann er lìka farinn ad gera i thvì ad ögra konunni à skrifstofunni en hùn gerir ekkert. Hann kom nefnilega ì raudum converse skòm ì skòlann en konan à skrifstofunni er mjög ströng à skòlabùningana en thad hefdi ekki getad verid mikid meira áberandi ad hann var ekki ad fylgja reglum um skòlabùninginn. Hann hangir allan daginn ì tölvunum og skròpar ì fullt af tìmum, thvì ad hann er ì tölvunum.. Hann skròpar lìka ì pròf og laerir aldrei nokkru sinni heima.. Kennararnir eru hins veginn ordinr frekar strangir vid mig og èg er farin ad laera fullt heima. Enginn segir neitt vid hann en èg tharf ekki nema ad fara ì tölvurnar ì fimm mìnùtur og èg lendi ì einhverju thrasi vid kennarana. Thad eru svo margir sem lìta upp til Bandarìkjamanna.
Fólkid hèrna er flest allt mjög trùad og èg fer alltaf ì klessu thegar èg er spurd à hvad èg trùi. Thad er svo erfitt ad ùtskyra ad èg sè ekki ì kirkjunni. Thad er alltaf best thegar èg kemst upp med thad ad segja ad thad sè lùterstrù à Íslandi. Ég reyni alltaf ad snùa ùt ùr thegar èg er spurd eitthvad ítarlega en thad tekst ekki alltaf. Thad er nefnilega fullt af fòlki sem er med fordòma à thà sem ekki tilheyra kathòlsku kirkjunni.
Eitt sem èg veit er ad hommar og lesbìur eru ekki mikid upp á yfirbordinu hèrna. Fólk hugsar enn ad samkynhneigdir eru eitthvad sem er ekki alveg nògu snidugt. Thad er til daemis:” jà hann er alveg fìnn, en hann er hommi” Fólk hèrna thekkir thad ekkert mikid. Fóstureydingar eru stranglega bannadar hèrna og thad virdist vera ad fòlk viti ekkert alltof mikid um getnadarvarnir. Madur veit um alveg nokkrar mjög ungar maedur og èg veit um tvaer ungar stelpur (ein sem byr ì baenum mìnum og ein sem èg hitti ì picnicinu à fjallinu) sem hafa misst fòstur medan èg var hèrna. Ég veit allaveganna ad önnur var komin mjög langt à leid. Thad var ótrlùlega erfitt fyrir thaer bàdar.
Ég finn fyrir thvì ad hèrna er alveg nokkud mikid um karlrembu. Thad eru ekki margar konur sem vinna ùti og thaer eru ekki svo àberandi samfèlaginu. Thegar èg fer ùt à kvöldin um helgar er thad ekki óalgengt ad vid erum bara nokkrar stelpur med alveg fullt af stràkum sem erum ùti. Stelpur eiga ad koma heim miklu fyrr en stràkar. Ég finn lìka fyrir öfundsyki frà stelpum og thad thydir thad ad èg à miklu faerri kunningja stelpur en stràka. T.d. er fraenka vinkonu minnar. Hún er ekkert vodalega saet en hùn er fìn stelpa og klaedir sig flott à theirra maelikvarda. Hún er alveg stundum med mèr og hùn hefur fundid fyrir thvì ad èg vek athygli. Hún er thvì alltaf ad reyna ad finna eitthvad àmig nùna. Er ad reyna ad setja mig ì fàrànlega ljòt föt og ì rauninni ad gera lìtid ùr mìnum fötum og mìnum stìl. Vill til daemis setja hàrid à mèr ì midju o.s.fr. Hún skilur ì rauninni ekki ad èg er alveg sàtt ad vera ì annarri tísku en thau, en hùn er ekkert svo mikid ödruvìsi. Hún vildi til daemis einu sinni ekki vera ì einhverjum skòm, thvì ad henni fannst theim svo ljòtir. Hún reyndi svo ad fà mig til ad vera ì theim, eins og èg skildi ekki ad henni fannst their ljòtir, enda voru their alveg hraedilegir. Thad sem er mjög typiskt hèrna er ad oft eru stràkar feimnir ad tala vid mig en thad breytist alveg rosalega thegar their eru fullir. Ég er svo allt ödruvìsi hèrna. Háraliturinn, hùdliturinn og augnliturinn er ekki thad eina heldur vilja allir hèrna vera med slètt hàr. Thad eru thvì allir alltaf ad tala um hvad hàrid à mèr er slètt. Ég hafdi aldrei paelt eitthvad ì thvì ad hàrid à mèr vaeri eitthvad voda slètt.
Thad eru margir sem segja ad Íslendinar eru thjòdernissinnar. Their eru thad ì rauninni ekki svo mikid. Ég finn audvita rosalega fyrir thvì, thegar èg er hèrna ad èg er Íslendingur en fólkid ì Costa Rica ber svo miklu meiri virdingu fyrir landinu sìnu heldur en vid Íslendingar. Ég veit ekki um neinn veitingastad sem heitir bara Ísland. Ég hef sèd nokkra, eda bari sem heita bara cafè costa rica. Sama mà segja um fànann. Ég sè ekki fànann okkar à Íslandi annarsstadar en à fánastöngum en hèrna er hann màladur à hùs og svo fleira. Thad er ekki òalgengt ad fòlk sè med stafina CR ì emailaddressunum sìnum daemi: monicacr@hotmail.com thò ad thad thekki engan sem ekki à heima ì Costa Rica. Ég thekki ekki neinn sem er med is nema aftast ì .is. Thad er mjög skemmtilegt ad hlusta à mömmu mìna tala um baeinn okkar. Hún er alltaf ad verja hann. Hann er nefnilega lìtill og margir segja hvad hann er lìtill og ljótur (their sem ekki bùa ì honum). Thegar vid erum svo ad à ferdalagi og keyrum ì gegnum einhverja baei er thad ekki òalgegnt ad mamman segir:”Cervantes er nù miklu betri en thessi baer”. Thad mà alveg segja ad öll thjòdin segir thetta um Costa Rica. Their eiga thad samaeiginlegt med okkur ad their eru alltaf ad berjast um ad vera gòdir ì hinu og thessu med lìtid land og litla thjòd. Their hreikja sèr mikid ad hafa komist à HM ì fòtbolta ì Japan.
Mér brà mikid thegar èg taladi vid amerìkanann sem bad vinkonu minnar um daginn. Ég hitti hann nefnilega einu sinni og spjalladi vid hann. Hann sagdi mèr ad hann hefdi sèd thaetti ì sjònvarpinu um drykkjuvandamál íslenskra unglinga. Vá hvad mèr brà. Af thvì fàu sem hann vissi um Ísland vissi hann allt um thetta vandamàl. Thetta er alveg eins og èg veit ad thad eru drykkjuvandamàl à Graenlandi, en aetli thad sè eitthvad skàrra à Íslandi. Vá hvad thad er slaemt ad heimurinn viti thad eitt um Ísland ad thad sè svo leidinlegt ad bùa thar ad fòlk fari bara ad drekka. Thetta slò mig alveg frekar.
Drykkja innfaeddra er reyndar vodalega mikil hèrna. Munurinn er thò sà ad fòlk er ekki ad deyja àfengisdauda. Fólk er ekkert ad drekka of mikid, thad drekkur bara ì hòfi, verdur kannski lètt eda smà fullt en èg sè ekkert mikid af blindfullu fòlki hèrna. Thad eru thò rònar ì hverjum bae og thad er ekki langt sìdan ad madur svaf ì grasinu fyrir frama hùsid okkar ì heilan dag ì rigningu. Thad er kannski meira af fullordnu fòlki sem kann ekki med àfengi ad fara en unglingum.
Ég var ekki bùin ad segja um hvad allt hèrna er òdyrt. Thad var bùid ad segja vid mig ad thad vaeri ekkert svo mikid òdyrara hèrna en thad er audvita ekki allt hèrna òdyrara. Maturinn hèrna er thò ótrùlega òdyr. Snyrtivörur og hreinlaetisvörur eru à svipudu verdi og einnig dòt sem er flutt inn. Rùturnar eru mjög òdyrar. Pabbinn minn laetur mig fà 1000 colones à hverjum degi fyrir rùtu og mat ì skòlanum. Thad er à vid 200 krònur ìslenskar. Mér fannst rosalega òthaegilegt ad taka vid theim fyrst en nàgrannarnir og reyndar lìka bròdir minn sögdu mèr ad taka bara vid theim. Nágranna systkinin mìn sögdu ad ef èg taeki ekki vid theim faeri thessi peningur bara ì eitthvad annad sem pabbinn thyrfti ekkert à ad halda. Bròdir minn var til daemis alltaf ad fà pening sem hann drakk bara og reykti fyrir. Ég er audvita svo snidug ad tennan thùsund kall nota èg ì mesta lagi bara hàlfan. Ef èg spara yfir vikunna er ekki òalgengt ad èg eigi 2500-3000 colones sem èg get keypt eitthvad fyrir. Thad er ymislegt sem kostar kannski 7000 colones, t.d. skòr, sem er svipad og à Íslandi. Munurinn er bara sà ad èg deili med 5 og thà fae èg verdid ì ìslenskum. Flest allt er svona thrisvar til fjòrum sinnum òdyrara hèrna. Ég er thvì ekkert ad fara à hausinn hèrna.
Er bùin ad koma fullt af vangaveltum à blad svo èg aetla ad làta thetta gott heita.
posted by
Vedis at 5/28/2003 08:03:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
w |
 |
 |
 |

Hallò
Vodalega er langt sìdan ad èg hef skrifad. Ég finn thad lìka ad brèfin sem èg fae eru ekki mörg thessa dagana. Thad er allt àgaett ad frètta af mèr og thad gengur allt ì lagi hjà mèr. Spaenskan mìn er upp og ofan nùna og sìdasta vika var eignlega mjög lèleg ì spaenskunni. Thad gekk ekkert voda mikid ad tala. Mér finnst èg ekki bùin ad vera ad gera mikid undanfarid en èg er thò bùin ad kynnast fullt af nyju fòlki. Ég fòr ì thetta afmaeli hjà fraenku vinkonu minnar fyrir einni og hàlfri viku. Um morguninn fòr èg reyndar med vini mìnum til San Josè (höfudborgarinnar) à safn thar. Thetta var svona safn fyrir börn en thad var mjög skemmtilegt, svona vìsindasafn. Vorum thar um tìma og fòrum svo heim til ad èg kaemist ì afmaelid. Afmaelid vard svo ekkert voda stòrt en thad var samt fìnt. Ég taladi vid fullt af fòlki og taladi einmitt vid gamlan skiptinema sem fòr til Belgìu fyrir nokkrum àrum. Hún gaf mèr sìmanùmerid sitt en hùn à heima ì bae sem er 7 kìlòmetrum naer baenum mìnum en borgin sem èg er ì ì skòla. Ég fer ì gegnum thennan bae à hverjum degi. Hún vill endilega fà mig ì heimsòkn, hùn var òtrulega fìn. Ég spjalladi svo lìka vid ymsa ùr baenum mìnum en thad er fullt af gòdu fòlki sem à heima hèrna. Vid og systur mìnar fòrum heim ùr afmaelinu um tòlf og mamman og pabbinn voru ekki enn komin heim en komu thò adeins seinna. Á sunnudagsmorguninn fòr èg ì picnic med fjölskyldu sem èg hafdi hitt à flugvellinum thegar ad bròdir minn fòr til Sudur Afrìku. Thau eiga stràk sem fòr lìka til Sudur Afrìku à sama tìma. Ég hitti thau ì Cartago en pabbinn minn keyrdi mig thangad og fraendi minn og litla systir komu med. Èg sat fram ì en thau aftur ì. Vid lentum ì thvì ad pabbinn thurfti ad bremsa snögglega og litla systir mìn flaug fram ì og med nefid ì maelabordid sem er à milli framsaetanna. Hún stendur alltaf à milli framsaetanna og èg er oft bùin ad banna henni thad en foreldrarnir segja ad thad sè allt ì lagi. Mér brà svo rosalega og èg vard svo reid. Thetta sannadi ad èg hafdi rètt fyrir mèr, en var ekki bara ad tuda alltaf. Hún slasadist thò ekkert, fèkk bara marblett à nefid. Foreldrarnir halda ad èg tholi ekki litlu systur mìna en mèr thykir òtrùlega vaent um hana. Ég tholi bara ekki hvad thau leyfa henni ad komast upp med. Hún kemst upp med nànast allt sem hùn vill. En picnicid var òtrùlega skemmtilegt. Vid keyrdum upp ì fjallid sem er fyrir ofan Cartago og thar var òtrùlega flott ùtsyni. Thar vorum vid allan daginn, grilludum, bordudum, töludum og höfdum thad gott. Thad voru thrjàr adrar fjölskyldur tharna. Ég taladi vid fullt af nyju fòlki og thar à medal systur sem eru 17 og 18 àra og eiga heima ì San José. Thaer budu mèr ad koma til theirra ì heimsòkn um helgina à eftir. Eftir àgaeta viku ì skòlanum, sem var miklu betri med krökkunum en sù à undan, fòr èg à föstudeginum, eftir skòla ì rùtu til San Josè. Thad var ordid dimmt og èg thurfti ad bìda ein ì midbaenum ì svona 15 til 20 mìnùtur eftir ad èg vaeri sòtt. Thad var ekkert voda thaegilegt en thad var allt ì lagi. Yngri stelpan kom svo med kaetastanum sìnum og sòtti mig. Var med theim um kvöldid og hinni systurinni og fraenda lìka. Vid keyrdum um borgina og thau syndu mèr ymsa stadi. Thad var fìnt og sà ymsilegt sem èg hafdi aldrei sèd àdur. Á laugardeginum fòrum vid svo upp à fjall fyrir ofan San Josè og bordudum thar à litlum veitingastad thar sem mamma kaersta stelpunnar vinnur. Thad var rosalegt ùtsyni yfir borgina en svo kom hellidemba. Keyrdum svo heim ì hellidembu og vatnid var svo mikid ad thad var bùid ad bera grjòt à vegina. Um kvöldid fòrum svo vid yngri stelpan ad hitta allar bekkjarsystur hennar og selpurnar ì hinum bekknum ì skòlanum hennar. Thad er nefnilega sidur hèrna ì Costa Rica ad seinasta àrid ì Colegio (sem èg er ì) fara stelpurnar allar saman og syngja fyrir framan hùsid hjà hverjum og einum stràk ì bekknum. Thad er sungid thangad til ad hann kemur ùt og thà kemur hann med ad naesta hùsi. Stràkarnir gera thad sama svo vid stelpurnar à ödrum tìma. Ég fòr thvì med theim, 40 stelpum, ì rùtu ad syngja fyrir 40 stràka. Vid hittumst klukkan 6 um kvöldid à laugardeginum og klàrudum klukkan taeplega fimm à sunnudagsmorgninum. Thad var mjög skemmtilegt thò ad èg thekki ekki nema eina stelpu fyrir sem èg var varla bùin ad thekkja ì viku. Vid endudum um 80 manns ì rùtunni. Vid fòrum svo, thegar rùtan stoppadi, öll uppà göngubrù ì San josè og horfdum à birtingu. Ég fòr svo med stelpunni heim thar sem vid fòrum ad sofa. Ég svaf ekki meira en ì 4 tìma, fèkk mèr morgunmat, fòr ì sturtu og svo keyrdu thau mig à rùtustödina. Thad var best ad koma snemma heim. Fjölskyldan mìn vill nefnilega ad èg fara bràdum ad vera heima eina helgi, enda er èg bùin ad vera nànast alveg ì burtu tvaer helgar ì röd. Skòlinn er svo bùinn ad vera àgaetur undanfarid og mjög fìnn ì dag. Ég skrifa thegar èg nenni, Védís
posted by
Vedis at 5/28/2003 08:02:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wFriday, May 16, 2003 |
 |
 |
 |

Hallo hallo...
Thad er ótrúlega lítid ad frétta af mér thessa vikuna.. Átti thó afmaeli á mánudaginn.. Thad var ótrúlega gaman ad heyra í mömmu, pabba og Höllu og ad fá óvaent símtöl frá Siggu og Mörtu. Thad kom mér svo á óvart ad thad hélt alveg afmaelisdeginum mínum uppi. Systir mín var líka hress allan daginn (en hún er frekar alvarlega alltaf og talar ekki mikid) og vid spjölludum mikid. Litla fraenka mín kom líka í heimsókn og gaf mér armbönd sem hún bjó til sjálf.. ötrúlega saet. Um kvöldid komu svo vinir mínir úr naesta húsi, annar vinur minn og tvö fraendsystkini í heimsókn-- Litla systir mín kjaftadi í mig ad thad vaeri kaka. Thad var kaka med sautján kertum og ég gat slökkt á theim öllum :) Vid vorum svo bara ad spjalla og fórum seint ad sofa. Ég fékk hálsmen frá foreldrum mínum sem var alveg hraedilegt.. Ég get ekki ímyndad mér ad ég finni einhverntíma ástaedu til ad nota thad.. Thau vildu thó vel og ég thakkadi fyrir mig ánaegd :) Thau eru ekki rosalega gód í thví ad sjá smekkinn minn en mömmunni hefur lílega thótt thetta vodalega fallegt. Vid erum med roslega ólíkan smekk. Á midvikudaginn fór ég til trúnadarmannsins míns og í fyrsta skipti var mammans fín vid mig. ï fyrsta skiptid var hún alltaf ad segja.. thú mátt ekki borda of mikid thví ad thá verduru feit.. í annad skiptid var hún ad segja ad ég vaeri ekki búin ad laera nógu mikla spaenku.. Thad var alveg frekar nidurdrepandi en á midvikudaginn var hún fín og vid gátum spjallad saman. Vid fórum svo á fund med AFS. Ég fékk bod í picnic á sunnudaginn hjá alveg frábaerri fjölskyldu en thad eru 7 krakkar í henni. Tveir af strákunum eru thó ekki í Costa Rica núna, annar er í Mexiko en hinn í sudur AFríku med bródur mínum. Hef ekki meiri tíma til ad skrifa en ég aetla thó ad segja thad ad thad var 38 ára ameríkani sem bad vinkonu minnar á fimmtudaginn sem er 18 ára. Hann gaf henni hring sem kostar á milli 4000 og 5000 bandríkjadali en sem betur fer sagdi hún nei strax og afthakkadi hringinn. Hann er ríkur feitur kall sem á hótel baedi á Jamaika og Costa Rica. Hef hitt hann einu sinni. Allaveganna er allt fínt ad frétta og á morgunn fer ég í fimmtán ára afmaeli hjá fraenku vinkonu minnar. 15 ára afmaeli stelpna eru alltaf stór og thar verdur fullt af fólki, dansad bordad og skemmt sér.
Vona ad allir hafi thad gott og hafi gengid vel í prófunum
Védís
posted by
Vedis at 5/16/2003 12:10:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wSunday, May 11, 2003 |
 |
 |
 |

hallo hallo gleymdi alltaf ad setja páskabréfid inn á bloggid. Thad er allt audveldara núna komin med tölvu á heimilid.. Verd samt ad passa mig ad nota hana ekki of mikid. Páskarnir voru mjög skemmtilegir. Fyrri hlutinn var á ströndinni. Thetta var eins og paradís. Allt svo hreint. Ég fór líka á hestbak á ströndinni, horfdi á himininn glóa thegar sólin settist, synti í staerstu sundlaug mid-ameríku, lemstradi á mér rassinn af hetbakssetu, fékk bólginn ökla af einu moskítóbiti, brenndi part af bakinu mínu, lág í sundlaug og hlustadi á sjóinn og horfdi á stjörnurnar, fylgdist med fullt af öpum, edlum, sá inguanas (blanda af kameljónum og stórum edlum í útliti). Ég
var svo fjóra daga í baenum minum, Cervantes.Thar fór ég á fullt af athöfnum um dauda krists, hlustadi á hraedilega lúdrasveit, kynntist fullt af fólki, kynntist aedislegum systkinum og fjölskyldu theirra, aefdi spaenskuna mína. Thad er eitt fyndid hérna ad ég er á allt ödru tempói en allir hérna. Ég er alltaf búinad labba fram úr öllum og alltaf búin ad borda á undan öllum. Nafnid mitt gengur vel fyrir alla ad segja og thad eru engin vandraedi med thad.. Ólafsdóttir er thó annad mál. Ég alveg dýrka fjölskyldurnar hérna í Cervantes.. allir eru skyldir öllum.
Ég er annars ad fara á dag AFS hèrna í Costa Rica núna.. Veit lítid hvernig hann er hérna. Nenni ekki ad vera lengi og vona ad vid komum snemma heim. Afmaelid mitt er á morgunn og èg ákvad ad gera ekki neitt.. Ég aetla bara ad vona ad einhver komi mèr à òvart.. ég held ad einhverjir séu ad bralla eitthvad :) Hringi bara heim á morgunn og heyri í fólkinu mínu.. Hef thad vodalega gott. Védís
posted by
Vedis at 5/11/2003 10:23:00 AM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wSaturday, May 10, 2003 |
 |
 |
 |

Ég hef verid rosalega löt ad skrifa undanfarid. Ég hef ekkert verid ad prófa neitt nýtt undanfarid. Hef verid í skólanum ad ganga alveg hraedilega. Ég er eiginlega komin med adra fjölskyldu hérna. Er naestum med tvaer. Ég er meira og minna í naesta húsi hjá vinum mínum thar. Thau eru systkini sem eru 17 og 18 àra. Mér hefur farid mikid fram í spaensku eftir ad èg fòr ad vera med theim og kynnst alveg fullt af fólki hérna í baenum mínum. Ég kann ad meta baeinn minn svo miklu betur núna og mér lídur svo vel hérna núna. Fólkid hérna í baenum vill mér svo vel og ég thekki heilan helling núna. Thad er samt dálítid vandamál ad laera öll nöfnin. Thad er frekar erfitt. Thad er ekki bara ad thau eru mörg en svo eru thau ekki á mínu tungumáli. Ég gerdi thó eitt mjög skemmtilegt í vikunni. Ég fór á fimmtudaginn í barnaskólann hérna í Cervantes. Litli bródir skystkinanna í naesta húsi er níu ára og vildi svo ad ég kaemi í heimsókn. Vid forum thví, èg og systir hans eftir skóla hjá mér í skólann hans. Kannarinn hans var mjög fínn og bad mig um ad segja frá Íslandi. Èg stód thví ein fyrir framan bekk fullan af níu ára krökkum og sagdi frá Íslandi. Thad gekk alveg ágaetlega og thau virtust alveg sátt. Thau steinthögdu allan tímann og svörudu öllu rètt thegar kennarinn spurdi thau út úr. Thau sungu svo afmaelissönginn fyrir mig thegar ég var spurd hvad ég vaeri gömul, og èg sagdi ad ég yrdi 17 à mànudaginn. Thetta var allt mjög skemmtilegt. Annars er ekki mikid ad frétta af mér. Thad truflar mig thó mig mikid ad ég er mikid med hugann vid fólkid á Íslandi thessa dagana. Thad gengur thó líklegast yfir brádlega. Vona ad allir hafi thad mjög gott og skemmti sér vel á kosningavöku. Védís
posted by
Vedis at 5/10/2003 01:06:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
w |
 |
 |
 |

Hùsid mitt
Húsin hérna er mörg hver mjög ólík húsunum heima á Íslandi. Húsid mitt er ekki svo ólíkt en samt er ýmislegt sem er ödruvísi. Húsid mitt er stórt á tveimur haedum. Thad er eiginlega tvískipt, annar hlutinn er nýrri en hinn. Ï gamla hlutanum á nedri haedinni er stofa, bordstofa og sjónvarpshorn allt í klessu. Madur labbar inn í húsid í stofunni. Adalinngangurinn er thar og hann er tvöföld dyr sem er alltaf opin uppà gàtt. Fyrir utan dyrina er thó smá verönd med thaki sem ég sit rosalega oft úti á og alltaf thegar ég tala í símann. Hurinni er bara lokad thegar enginn er heima og seint à kvöldin og á nóttunni. Bíllinn er stundum beint fyrir utan svo ef thú situr í stofunni er bíllinn stundum bara thrjá metra frá thér. Sjónvarpid er med kapal og thad er mjög oft kveikt á thví. Eldhúsid er frekar stórt og thar raedur mamman ríkjum. Í eldhúsinu eru tveir stórir ísskápar, örbylgjuofn, ofn, kaffivél, safapressa, hrísgrjónapottur og fleira thess háttar. Thó ad thad eru til thessi ýmsu taeki er ekki til ostaskeri. Thad merkilegast vid eldhúsid er ad tilbúinn matur er alltaf geymdur á eldavélinni og afgangar líka, eda thà ì ofninum ásamt braudinu. Braudid er alltaf thurrt. Thau geyma smjörid og öopnadar mjölkur í venjulegum skáp. Thvottahúsid er vid hlidina á eldhúsinu. Thad er ekki svo merkilegt nema ad thad er alveg opidút. Thad eru bara svona steyptir rimlar, svo thad er yfirleitt jafn heitt úti og inni.Vegna thess ad thad era llt svona opid nidri er virkilega kalt í thessu húsi thegar thad er kalt. Fyrstu dagana var ég alltaf ad frjósa úr kulda og var alltaf best klaedd af fjölskyldumedlimum. Theim dettur audvita ekki í hug ad mér sé kalt. Thad er eitt enn á nedir haedinni og thad er badherbergid. Thad er voda venjulegt nema med risa sturtuklefa og ruslafötu vid hlidina á klósettinu sem er fyrir klósettpappírinn. Svo er thad nýja nedrihaedin. Thar er ekkert en thau notana thegar thad koma margir gestir eda eitthvad thví um líkt. Hún er thó med arin. Aetli thau breyti ekki einhvad nedri haedinni eitthvad og faera eitthvad yfir á nýju haedina. Efri haedin er ekkert merkileg. Í gamla hlutanum er herbergid mitt, geymsla og herbergi stráksins sem nú er notad fyrir tölvuherbergi. Herbergid mitt er málad bleikt, gult og graent med bleiku teppi og appelsìnugulu rúmteppi. Ég er med hvítar hillur og kommóduog eiturgraenar graejur. Ég er líka med skrifbord sem ég nota mikid. Upp á vegg er ég med ljósmyndadagatalid mitt. Glugginn minner alltaf opinn út á gátt. Á nýju efri haedinni er herbergi foreldranna og stelpnanna. Litla setelpan er reyndar ì herbergi foreldranna en aetli hún fái ekki mitt thegar ég er farin. Á nýju efri haedinni er líka badherbergi med badi. Gardurinn er stór, fullur af mandarínu og appelsínutrjám.
posted by
Vedis at 5/10/2003 01:03:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
|