|
 |
 |
wThursday, April 03, 2003 |
 |
 |
 |

Oki dóki
í dag er fimmtudagur. Ég var í gódu skapi thangad til ad ég kom hingad á internetid. Ég aetladi núna ad senda nokkrar myndir med en thegar ég opnadi diskinn sem ég hélt ad ég vaeri búin ad skrifa allar myndirnar mínar á voru bara engar myndir :( ég er ótrúlega fúl. Núna tharf ég ad fara aftur einhvert thar sem ég finn skrifara og skrifa myndir. Ekki sátt. En allaveganna fyrir utan thad hef ég thad gott. Thad var hvartad ad sídasta bréf hefdi verid frekar neikvaett en thad átti ekkert ad vera í thá áttina. Madur verdur audvita threyttur. Madur er svo einn og faer aldrei frí. Sídasta helgi var sko ekki daud helgi. Á internetinu hitti ég vin minn hérna í baenum. Hann baud mér ad koma med sér og fleirum út um kvöldid, einhvert thar sem vid gaetum dansad. Ég hitti hann thví aftur um kvöldid thegar ég var búin ad fara heim og skipta um föt. Vid fórum sex, tvaer stelpur og fjórir strákar. Allt voru thetta vinir bródur míns hérna thó ad their eru frekar ólíkir. Einn er líka fraendi minn. Vid fórum á einhvern stad í Cartago, borginni og vorum tharna allt kvöldid ad dansa. Their tóku thad ad sér ad kenna mér og thó ad ég gaeti ekki neitt var ótrúlega gaman. Rétt ádur en vid fórum kom einhver strákur og dansadi vid mig. Hann var ótrúlega gódur ad dansa og ég gat bara akkurat ekki neitt. Ég hló bara og hló og líka krakkarnir sem ég var med sem stódu bara og horfdu á. Vid komum svo seint og sídar meir heim. Á laugardagsmorguninn fórum vid mamman og bádar systurnar med tveimur strákunum frá föstudeginum ad á sem er hérna ekkert voda langt frá. Hún var djúp og lygn á einum stadnum og thar var haegt ad synda. Vid vorum tharna meiri hluta dags og lifdum dekurlífi, ódum í ánni, spjölludum, bordudum, sátum í hitanum, klifrudum í tré og höfdum thad gott. Ég brann ekkert, er núna búin ad kaupa sunblock svo sólin faer ekkert ad brenna mig meira. Vid syntum ekkert nema einn strákurinn. Ég geri thad einhvern tíma seinna. Á laugardagskvöldid fór ég med systur minni og vinkonu hennar ad horfa á landsleik í fótbolta í sal í baenum. Leikurinn var Costa Rica - Paraguy og vid unnum :) 2-1. Tharna voru flestir í baenum ad horfa á leikinn. Thad er svo fyndid ad búa í svona bae. Flestir virdast vita af mér og ég er alveg látin vita ad ég hafi ödruvísi hár og blá augu. Einhver strákur sem var ad tala vid mig um kvöldid vard ad gefa mér hring. Thad var ótrúlega fyndid. Mamman sagdi mér svo rétt ádur en vid fórum ad hún hefdi verid ad tala vid gaur sem fyndist ég svo saet. "ohh.. hann heitir Stefan" hún var greinilega frekar sátt. Hún vard ad kynna okkur. Hann var svona ad minnsta kosti 25 ára. Frekar asnalegur :) thó örugglega ágaetis gaur ;) hí hí Mamman var allaveganna ánaegd og sagdi systur minni ad hún vaeri búin ad finna kaerasta fyrir mig. Vona ad hún gleymi honum eins fljótt og hún getur. Ég var ekki alveg sátt. Thetta var bara fyndid.
Sunnudagar virdast verda leidinlegir. á sunnudaginn fór ég bara í súpermarkadinn. Vid vorum tharna ótrúlega lengi. Éinhver nýr supermarkadur, risastór og fáránlega mikid af fólki. mamman og systir mín voru í fýlu út í hvora adra svo ekki var thad skemmtilegt. vid fórum thó á pizza hut og ég koms á netid ad lesa póstinn minn. Pabbinn spurdi mig hvort ad vid hefdum pizzu á íslandi. Thad er oft eins og hann hugsar ekkert ádur en hann spyr. Ég var fljót ad vita hvad ég vildi og var búin ad segja ad mér fyndist thaer svo gódar. Ég hafdi samt aldrei bordad pizzu med theim ádur. Um kvöldid fórum vid systurnar á eitthvad ball sem var á sama stad og vid horfdum á leikinn daginn ádur. Ég hitti einn strákinn aftur, strákinn sem baud mér med á fös, var med okkur hjá ánni á laugardeginum. Hann er ótrúlega fínn og skemmtilegur. Hann endist alltaf til ad hlusta á mína fáránlegu spaensku. Hann er gósdur vinur Marcels, bródur míns, en er samt ótrúlega ólíkur honum. Hann hélt áfram ad kenna mér ad dansa og svo var ég mikid med fraenku minni, ad spjalla vid hana og vini hennar. hun er eitthvad rúmlega tvítugt, ég man ekki. bródir hennar var med okkur á föstudeginum. Thau eru sex systkinin og öll ótrúlega fín, á aldrinum 9, 18, 19, 21, 22 og 23. Mamma theirra saumadi á mig kjólinn fyrir brúdkaupid. Vid vorum úti ad spjalla og thegar ég kom inn var allt út í sápufrodu.. thetta var ordid ad froduballi. Ég sleppti thó ad henda mér í froduna en vard thó alveg nógu mikid út í frodu eftir Melvin (strákurinn). Thad var ágaett og fáránlegt ad horfa á fólkid í frodunni. Skólavikan var allt í lagi. Hún er rosalega upp og nidur. Ég bíd spennt eftir páskafríinu. Thá förum út úr baenum á stöndina og eitthvad. Ég hlakka til ad fá ad sjá eitthvad meira nýtt. Ég var samt dálítid fúl á mánudaginn thegar fólkid fór ad tala vid mig á ensku. ég var búin ad bjarga mér alla helgina á spaensku. á thridjudaginn fór ég ad skrifa myndirnar mínar (sem urdu svo ekki skrifadar). Ég er enn fúl. á midvikudagsmorguninn spurdi pabbinn minn hvort ad vid hefdum ost á íslandi. Hann er ótrúlegur, thad er eins og thad vanti kommon sens í hann. Vid erum´med ostalausar pizzur hérna á íslandi. Ég er alltaf ad borda ost, enda eru thad einu mjölkurvörurnar sem ég fae . Maturinn hérna er ótrúelga gódur (thó ad enginn matur sé betri en pabba) Matartímarnir eru thó mitt helsta vandamál hérna. Thau borda alltaf kvöldmat svo seint, klukkan níu, og thá´vil ég fara ad sofa. Thad er svo óhollt ad borda svona mikid rétt fyrir svefninn. ég vil helst ekki afthakka matinn, enda er thetta eini matatíminn thegar vid bordum óll saman. ég verd bara ad venjast thessu. Ég hef thad alla veganna gott og er ad fara í AFS búdir um helgina. Vona ad thaer verdi betri en thaer fyrstu. Thad er búi ad vera ótrúlega kalt hérna undanfarna daga og ég er búin ad vera frjósa úr kulda. Allir eru frekar hissa á mér, ég, sem er frá íslandi!!
Hafid thad gott
védís
posted by
Vedis at 4/03/2003 05:40:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
|