|
 |
 |
wSunday, March 30, 2003 |
 |
 |
 |

Jaeja thá er ég sest nidur ad skrifa. Loksins. Ég er haett ad mega fara í enskutímunum í tölvuna thegar kennarinn fattadi ad ég verd hérna allt árid. Thad thýdir ad ég verd ad fara á kaffihúsid í baenum mínum.. Ég hef thví ekkert farid lengi thví ad alla daga sídustu viku og tvo daga thessarar viku voru próf. Skólinn gengur hörmulega. En thetta kemur vonandi. Spaenskan kemur haegt, en thad er ekki nema von. Allir hérna í skólanum kunna ensku, ég er í bekk med amerískum strák sem ég spjalla oft vid á ensku, vid erum í thrjá tíma á dag í ensku og ég er ein heima frá 4.30 til 8 á hverjum degi. Ég fer ad sofa klukkan níu og er sem sagt med fjölskyldunni í klukkutíma á hverjum degi. Ég er reyndar med systur minni adeins meira og vid tölum alltaf saman á spaensku.
Ég aetla segja hvad ég hef verid ad gera sídustu tvaer vikurnar thó ad thad hafi nú ekkert verid svo mikid. Á föstudeginum fyrir tveimur vikum baud "fraenka" mín mér í heimsókn. Hún býr reyndar í naesta húsi en ég var hjá henni allan föstudaginn. Hún er alveg frábaer. Hún er systir "pabba" míns. Thad er rosalegt ad sjá muninn á eignum fólksins hérna. Ég er viss um thad ad bara herbergid mitt hérna er meira virdi peningalega en allt eldhúsid hennar. Ég fékk líka símtal frá svissneskri vinkonu minni sem baud mér í heimsókn á sunnudeginum. Mamman mín fékk líka símtal frá gömlum skólabródur bródur míns sem baud mér í partý á föstudeginum. Ég vissi ekkert hvada strákur thetta var en hann var víst sjálfbodalidi hjá AFS. Á laugardeginum fór ég svo til Cartago ad kaupa baekur. Vid fórum líka inn í einhverja búd thar sem var vigt. Vid eigum ekki vigt heima. Vá ég fór í algjöra fýlu. Ég er búin ad thyngjast. En thad er víst örlög okkar allra sem fara sem skiptinemar svo thad verdur bara ad hafa thad. Strákurinn sem baud mér í partýid hringdi aftur og hann aetladi ad saekja mig klukkan sex. Hann sagdi ad thetta vaeri hópur af fólki hvadan af úr heiminum sem yrdu í thessu partýi. Thetta var thví partý fullt af Afs-erum. Hann sagdi ad ég hefdi ekki hitt hann en líklega einhverja sjálfbodalida frá AFS sem yrdu tharna. klukkan var ordin hálf átta um kvöldid og ég var ordin frekar pirrud. Thau voru bara ekkert ad koma. Um átta komu thau thó. Í bílnum sem sótti mig voru thrír adrir en thessi strákur. Thau voru tvöfrá USA og ein frá sviss. Partýiid var í litlum bae sem var rétt hjá mínum og thad var ástaedan fyrir thví ad mér var bodid. Thetta voru meira og minna krakkar sem eru í skiptiprógrammi í menntaskóla hérna. Ég hafdi hitt tvo sjálbodalida sem voru tharna ádur og their voru med símann hjá mér svo their gátu bodid mér. Ég var thví tharna í partýi med fullt af fólki sem ég thekkti ekki neitt. Thad var tölud svona blanda af spaensku og ensku allt kvöldid. Ég var svona ekkert rosalega inni í samraedum en thad var allt í lagi. Thetta vard mjög skemmtilegt. Á sunnudeginum fór ég í pínulítinn bae í svona einn og hálfs tíma fjarlaegd frá mínum. ÉG fór ad heimsaekja svissnesku stelpuna. Ég aetladi ad taka rútu en pabbinn sagdist keyra mig. Ég var komin út í bíl thegar öll fjölskyldan kom líka. Vid fórum thví öll í heimsókn til vinkonu minnar og hennar fjölskylda bjóst ekkert vid okkur öllum. Thad var frekar skrítid. Thad var gaman ad hitta hana og vid ákvádum ad hún kaemi til mín thegar ég vaeri búin ad laera betur spaensku og búin ad kynnast baenum mínum betur. Pabbinn minn tók sig til og baud henni í heimsókn viku seinna. Pabbinn er svoleidis ad ef hann er búinn ad ákveda eitthvad er thad ákvedid, svo vid sögdum ekkert á móti. Vid keyrdum svo adra leid heim. Thetta land er svo flott. Thad eru fjöll útum allt og ólíkt okkar fjöllum eru thau thakin trjám. Ég kom svo heim daudthreytt og fór ad sofa. Ég var vakin hálftíma seinna og vid fórum út ad borda á frekar ömurlegan stad. Vid vorum tharna til tíu thó ad ég og systir mín thyrftum ad vakna daginn eftir fyrir skólann. Ég fer yfirleitt ad sofa í kringum níu, enda vakna ég klukkan 5. Sídasta vika fór meira og minna í próf og ég eyddi tímanum eftir skóla í ad thykjast laera undir thau. Á föstudaginn fór ég ad hitta Ingvil sem er norsk og býr í borginni thar sem ég er í skóla. Vid löbbudum um og fórum á pizza hut.. Fyrsta pítsan mín hérna (nema einhver frekar vond sem ég fékk med skólanum). Vid höfdum thad gott og spjölludum. Vid fórum svo heim til hennar eftir túrista klúdur.. Vid thurftum ad fara heim med leigubíl og af thvi ad thad eru engin götunöfn hérna eda húsnúmer, hringdum vid í mömmu hennar. Hún sagdi eitthvad nafn og thegar vid skelltum okkur inn í einhvern leigubíl og sögdum nafnid skildi hann ekki neitt. Vid urdum thví ad fara út aftur og hringja aftur. Thad var grenjandi rigning og vid vorum ordnar hundblautar. Vid nádum nafninu í seinna skiptid og nádum ödrum leigubíl. Leigubílsstjórinn kannadist vid nafnid og kom okkur á stadinn. Vid héldum áfram ad spjalla heima hjá henni og ég skodadi myndir. Hún bennti mér á mynd af fjölskyldu sem hún sagdi ad vaeri íslensk. Stelpan í fjölskyldunni ári eldri en ég og heitir Silja. Ég kannadist vid hana. Thetta var vinkona Maríu Thóru, gömlu vinkonu minnar sem átti heima í rauda húsinu á móti okkar húsi í Selásnum. Heimurinn er svo pínulítill. Vid fórum svo med bródur hennar og vinum hans í eitthvad partý. thad var ömurlegt svo vid fórum á ömurlegan bara. Thetta vard frekar slappt kvöld en thad var gaman ad spjalla vid Ingvil en´ég öfunda hana ekki af bródur hennar. Hann er frekar leidinlegur. Pabbinn minn og fraendi komu ad saekja mig til hennar. Ég vard allt í einu svo sátt vid fjölskylduna mína, thad var gott fyrir mig. Á laugardaeginum fór ég ad hitta Barböru, svissnesku stelpuna, í Cartago. Vid röltum um og keyptum okkur ís. Vid fórum svo heim til mín og vorum thar. Vid fórum út ad borda um kvöldid. Barbara talar bara spaensku og vid töludum bara á spaensku (hún taladi og ég samthykkti :) Vid töludum thó saman á ensku um kvöldid thegar ég var ordin of threytt ad einbeita mér ad hlusta á spaenskuna. Vid nádum vel saman. Hún gisti hjá mér. Á sunnudeginum aetludum vid ad fara í staersta mollid theirra hérna (ég komst ad thví á laugardeginum ad mamman er ekkert fyrir útilegur, en vid pabbinn og Anel aetlum ad fara einhvern tíma thrjú saman) og koma adeins vid hjá vini pabbans á leidinni til San José. Ég héldt ad vid yrdum í svona hálftíma en thad vard annad. Fyrst vorum vid klukkutíma ad skoda gardinn hann, sem var reyndar alveg flottur. Vid fengum svo ad borda og vorum svona einn og hálfan tíma. Okkur stelpunum var virkilega farid ad leidast enda frekar leidinlegur kall. Vid héldum ad vid vaerum svo loksins ad fara thegar kallinn sagdi okkur ad koma med honum. Thá kom í ljós ad vid fórum med honum í hesthúsid. ég reyndi ad gera gott úr thessu og skoda hestana. en thad dugdi ekki thegar mér var sagt ad hestarnir bitu thannig ad ég aetti helst ekki ad klappa theim. Ég vard svo pirrud. Vid vorum svo tharna í tvo og hálfan tíma ad gera ekki neitt, bara horfa á hann teymja einhvern hest. ég var í pilsi og sandölum thannig ad ég gat ekkert gert. Ég var eins og hin mesta borgarstelpa í fýlu en ég vard bara svo fúl. Ég hefdi alveg skemmt mér ef ég hafdi vitad ad vid vaerum ad fara thangad. En svona er thetta, madur raedur sama sem engu og veit aldrei hvad madur er ad fara ad gera. mömmunni daudleiddist líka. Sá eini sem virtist skemmta sér var kallinn sem var med okkur og kannski smá pabbinn, en thad voru their sem rédu. Vid fórum svo heim á leid. Vid stoppudum og fórum á fyrsta kaffihúsid mitt hérna. Thad var ótrulega gott. Ég hressist adeins. Pabbinn aetladi svo ad keyra Barböru heim sem er svona einn og hálfur tími eda tveir. ég og systir mín vorum alveg uppgefnar og vid fengum ad fara heim í rútu. Thad var mjög thaegilegt. Ég fór svo snemma ad sofa eftir ad ég var búin ad vera tala vid Anel. Anel 14 ára og ég held ad hún skilji málid mitt best af öllum. Hún er ótrúlega tholinmód og veit yfirleitt hvad ég er ad reyna ad segja. Okkur semur vel.
Á midvikudaginn fór ég med bekknum mínum í skemmtigard í San José. Vid fórum med spaensku kennaranum thví ad í skemmtigardinum fórum vid á leikrit sem er byggt á bók sem thau eru ad lesa. Leikritid var alveg fáránlega steikt en alveg ágaett. Ég skildi ekki mikid en skemmti mér samt ágaetlega. thad merkilegast vid thetta leikrit ad thegar thad var alveg ad klárast og eitthvad drama í gangi (sem ég skildi ekki alveg) byrjadi allt í lag á bakvid lag sem ég kannadist heldur betur vid. Lagid var "sofdu unga ástin mín" med íslenskum texta og öllu. Ég var ekki alveg ad komast yfir thetta en engum fannst thetta neitt vodalega merkilegt nema mér. En hugsid ykkur. ég var á einhverju pínulitlu leikriti í Costa Rica um Don Kijota thegar íslenskt thjódlag byrjar á bakvid!!
Núna er ég á internetkaffinu í Cervantes. Ég veit ekkert hvad ég aetla ad gera um helgina. Ég hélt ad ég vaeri ad fara ad gera svo mikid en svo datt eiginlega bara allt nidur sem ég aetladi ad gera. Ég hvíli mig thá bara, enda ekki búin ad eiga dauda helgi hingad til. Ég er ordin ótrúlega threytt enda faer madur ekkert frí hérna. Madur er alltaf ad reyna ad skilja eins mikid og madur getur og laera eins mikid og madur getur á hverjum degi. Í thessari viku fékk ég fyrstu heimthránna mína. ég var alveg búin ad hugsa fullt til ykkar en ég heimthrá er ödruvísi. Ég fékk bara allt í einu svo mikla thrá til ad allir skildu hvad ég vaeri ad segja, ad ég skildi allt sem vaeri ad gerast í kringum mig og svo framvegis. Vikurnar mínar eru rosalega upp og nidur. Thad var sagt ad thetta ferli vaeri eins og rússíbani.. minn virdist vera meiri öldugangur :) Thetta er samt fínt, og mér lídur alveg mjög vel midad vid ad hafa ekki Höllu hjá mér.
Ég sakna thess frekar hvad krakkarnir hafa engar skodanir.. Thad er lítid talad um strídid og ég verd í raun ekki mikid vör vid thad. Ég tala samt oft um thad vid ensku kennarann minn. Vid erum med svipadar skodanir á thví thó ad vid erum alls ekki sammála um allt. Á heimilinu mínu er ekki dagblöd og ekki tölva. Thad er thó kapall á sjónvarpinu svo ég horfi á CNN og BBC stundum en nae thó ekkert miklu af heildinni thar. Thad eru alltaf einhver smáatridi í gangi thar. Ég missi audvita af thví um hvad er talad hérna thví ad ég skil ekki mikid.
Já eitt sem ég komst svo ad um fraendann sem vinnur hjá fjölskyldunni. Hann er bródir pabbans! Pabbinn á 6 systkini í baenum og mamman á 3. Hún á reyndar 7 systkini en thau búa ekki öll hérna. Allt thetta fraendfólk á ad medaltali svona 3.5 börn thannig ad ég á ekki lítid af fraendfólki. Ég hef hitt svona flest allt sem býr hérna í baenum.
Ég aetla ad láta thetta duga í bili.
Hafid thad gott
Védís
posted by
Vedis at 3/30/2003 06:24:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wWednesday, March 12, 2003 |
 |
 |
 |

Ég skrifadi emailid mitt hérna fyrir nedan en ekki veit ég hvert thad fór en thad er vedis_olafsdottir@hotmail.com
posted by
Vedis at 3/12/2003 01:28:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
w |
 |
 |
 |

Hae hae bara ad minna á emailid mitt thad er svo gaman ad fá email :) Ég hef thad gott og skólinn er alltaf ad verda skemmtilegri.. eftir thví sem ad ég skil meira í honum. Bekkurinn minn er thekktur fyrir ad laera lítid enda finnst mér vid aldrei gera neitt. Thad er ad minnsta kosti einn tími á dag thar sem vid gerum ekki neitt. En ég verd ad fara í ensku aftur.. er búin ad vera allt og lengi í burtu. Vona ad allir hafi thad gott og hristi af sér flensuna.
posted by
Vedis at 3/12/2003 01:25:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wTuesday, March 11, 2003 |
 |
 |
 |

Vid gerum aldrei neitt í ensku tímum og núna fékk ég ad fara aftur til thess ad skrifa bréf.
Pabbinn er ekki heima thessa dagana. Thad er thá fraendi okkar sem skutlar okkur í skólann á morgnanna. Ég skil ekki alveg sambandid vid thennan fraenda. Hann býr (held ég) í naesta húsi og vinnur fyrir fjölskylduna mína ( ég fatta allveganna ekki hvernig hann hefdi tíma fyrir adra vinnu) Hann á hvíta bíldruslu og ef pabbinn er ekki heimaog einhver fjölskyldumedlimur tharf ad fara eitthvert, fer mamman út á verönd og kallar eins hátt og hún getur nafnid hans.. Hann er thá oftast einhversstadar í nágrenninu og kemur hlaupandi og saekir bílinn sinn og er tilbúinn eftir örfáar mínútur. Fyrstu dagana hélt ég hann vaeru tveir ólíkir menn, thví ad hann breytist alveg rosalega eftir thví hvort ad hann sé tilhafdur eda ekki.. Thad skrýtna er samt ad fjölskyldan lítur ekki á hann sem vinnumann thví ad hann er gudfadir stráksins, bródur míns. Í morgunn keyrdi hann okkur í skólann. Vid thurfum alltaf ad keyra í svona 25 mín eftir hlykkjóttum vegi í haedunum ádur en vid lendum í umferdarteppu. Thetta er alltaf svipad ferli. Thad ólíka vid thegar pabbinn keyrir og thega fraendinn keyrir er ad fraendinn hikar ekki vid ad fara yfir á hina akreinina og keyra fram úr allri rödinni. Pabbinn bídur venjulega í teppunni eins og hinir bílarnir. Ef thad kemur bíll á móti skutlar hann sér bara inn í rödina, ádur en bílstjórarnir fatta thad. Í morgunn heyrdi ég Jinx med Quarasi í thridja skiptid í útvarpinu hérna ( ég hef líka séd myndbandid í sjónvarpinu) Í gaer var ótrúlega kalt. Í skólanum voru allir ad frjósa úr kulda, thar á medal ég. Thad finnst öllum thad svo fyndid en ég er ekkert smá fljót ad adlagast hitanum hérna. Mér er oftar kalt heldur en fjölskyldunni minni. Reglurnar um skólabúninginn eru strangar og teppin af bekkjarbraedrum mínum voru tekin í gaer. Thad eru strangar reglur um svarta skó, bláa sokka, bláar buxur, enga kartgripi og bláa peysu. Peysan er ad eigin vali en hún verdur ad vera blá. Ég á enga bláa peysu en ég á bláan sídermabol og ég má vera í honum innanundir bolnum. Thad er frekar algengt hjá stelpunum. Í gaer gerdi ég ekkert eftir skóla en mér tókst ad skella hausnum á mér í náttbordid ár rúminu mínu thegar ég hennti mér upp í rúm.. thetta thýddi risa kúlu á hausinn og gódann haöfudverk. Ég entist thví lítid ad vaka og fór ad sofa klukkan átta! ég get sofid endalaust hérna. Ég elska líka rúmid mitt. ´Bara teppi og lak hérna (ég sakna saenginnar minnar) en dýnan er betri hérna en heima. Dýnan heima er ad fá holu í midjuna :) Í dag aetla ég ad fá hjólid lánad hjá bródur mínum og hjóla til naesta baejar sem er fimm kílómetra í burtu frá baenum mínum. Eitt sem er fyndid vid skólann hérna.. Á hverjum morgni heilsa flestir hverjum ödrum, en ekki med einföldu haei heldur taka strákarnir í höndina á hverjum og einum strák og kyssa stelpurnar á kinnina. Fólk kyssir reyndar ekki á kinnina heldur bara svona naestum thví, bara út í loftid.. ég fattadi thad ekki strax og ég kyssti fullt af fólki á kinnina fyrsta kvöldid mitt hérna :)
já eitt.. ég er búin ad sjá skaergraenan og bleikan kólibríufugl og moldvörpu!!
posted by
Vedis at 3/11/2003 01:39:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wMonday, March 10, 2003 |
 |
 |
 |

Halló allir á Íslandi
Ég hef thad gott.. Ég fékk ad fara úr enskutíma í tölvurnar. Thad var gott. Loksins tharf ég ekki ad fara á internet kaffi. Skólinn minn er fínn, hann er samt alltaf langur. Ég vakna klukkan hálf sex á hverjum morgni til ad fara í sturtu og komast í skólann sem byrjar klukkan 7. Ég er svo í skólanum til 3. Thad eru bara fimm mínútna frímínútur á milli tíma, 80 mínútna tíma. Thad er reyndar 25 mínútna hádegishlé líka. Vid erum bara tuttugu í bekk og thar af erum vid tveir skiptinemar. Ég skil voda lítid í tímunum og ég fékk úr edlisfraedi og staerdfraediprófum í dag. Ég skildi ekkert í thessari edlisfraedi, enda flest ordadaemi.. ég vil ekki segja hvad ég fékk. Í staerdfraedi gekk mér betur, fékk 8,5.. bara nokkud gott, thar sem ég skildi ekki ordadaemin eda thessi fraedilegu staerdfraediheiti. Var haerri en margir bekkjarfélagar mínir.. Fannst gott ad koma thví til skila ad ég er ekki heimsk.. Madur hefur thad nefnilega alltaf á tilfinningunni ad madur er svo heimskur, bara af thví ad madur talar ekki málid. Vid erum alltaf í sömu skólastofunni nema í ensku og tölvum.. Thad eru stólar med samfast bord.. Thad er svo snidugt ad vid sitjum bara einhversstadar í stofunni.. Krakkarnir eru alltaf ad faera sig úr stad.. Ef einhverjum er heitt situr hann vid dyrnar, og svo framvegis.. Daemi má nefna ad thegar vid vorum ad taka próf skellti einn bekkjarbródir minn bordinu sínu upp á kennarabordid og tók prófid thar.. Bekkurinn er lítill og er búinn ad vera samansettur af sama fólkinu mjög lengi svo ad allir thekkjast mjög vel.. Thau eru öll voda fín en thad er samt alltaf dálítid erfitt ad koma inn í svona náinn og lítinn hóp.. Thad kemur thó thegar spaenskan mín kemur.. Hún kemur thó ad ég vaeri nokkud svartsýn á tímabili.. ég tharf bara ad vera tholinmód og laera heima.. Ég labba svo med systur minni upp á rútustöd eftir skólann og tökum rútu heim. Ég er komin heim svona korter yfir fjögur.
Thad virdist á bréfunum mínum ad allt sé svo audvelt og skemmtilegt en thad er thad audvita ekki.. Thad er rosalega erfitt ad vera einn í thessu landi, thar sem enginn skilur mann almennilega. Thad er ótrúlega erfitt fyrir mig ad geta ekki talad mikid thar sem mér finnst svo gaman ad tala :) .. Ég fatta heldur enga brandara svo ég hef ekki hlegid mikid hérna.. Mamman mín hérna hefur verid mjög thung sídustu daga thar sem strákurinn hennar fór til S-Afríku á fimmtudaginn. Hún hefur áhrif á okkur hin. Thad er líka erfitt ad sjá hana hvernig hún gerir upp á milli barnanna sinna.. Midjustelpan er algjört midjubarn. Hún faer litla athygli frá mömmunni og mér finnst eins og hún meti hana ekki nógu.. Hún er ótrúlega saet og fín stelpa.. Thad dregur stelpunu samt nidur hvernig komid er fram vid hana.. Litla stelpan faer rosalega athygli enda 12 árum yngri en midjustelpan.. Hún er tveggja og hálfs árs en mjög saet og klár. Hún kemst upp med ótrúlegustu hluti.. En til daemis hún gerir eitthvad vitlaust er hún kannski slegin. Thá fer hún ad gráta og thá er hún huggud og stjanad vid hana. Ad lokum er thad svo ad hún kemur út í plús. Ég á ekki eftir ad geta dekrad vid hana eins og hinir. Mig langadi til ad segja frá einhverju sem er ekki bara dans á rósum.. Thetta er nefnilega allt ótrúlega skemmtilegt en med erfitt.. ég hef lent í ótrúlega erfidum adstaedum hérna thar sem ég hef ekkert vitad hvad ég aetti ad gera en ég veit ad allt thetta kennir mér bara og gerir mig sterkari.
Kvedja Védís
posted by
Vedis at 3/10/2003 10:41:00 AM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wThursday, March 06, 2003 |
 |
 |
 |

Hae hae allir.. ég hef enn voda fá taekifaeri til ad skrifa email.. Mér finnst svo leidinlegt ad geta ekki svarad öllum en ég aetla ad reyna ad gera mitt besta. Thad er samt alltaf gott ad fá mail frá ykkur.
posted by
Vedis at 3/06/2003 07:15:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
w |
 |
 |
 |

Brúdkaup!!
Ég fór í brúdkaup sídastlidinn laugardag. Thad var saumadur á mig kjóll, keyptir á mig skór, klippt, blásid og slétt á mér hárid (med straujárni!!) og ég eyddi tíma í ad mála mig (nenni nú ekkert ad gera mikid af thví hér). Vid vorum maett í kirkjuna um fimmleytid, ég í thessum ljósbláa kjól sem ég hefdi líklega ekki verid í á íslandi. Ég og Anel, systir mín, vorum í mjög svipudum kjólum og thad kom líka í ljós ad eldri brúdarmeyjarnar áttu thad sameiginlegt med okkur líka.. thetta var frekar skrýtid en ég hló bara ad thessu. Tamara, litla systir mín, átti ad vera ein af svona tíu litlum brúdarmeyjum, en hún fékkst ekki til ad ganga inn gólfid, öskradi bara dekurrófan sjálf. Thetta var risastór, flott kirkja og fólk hér og thar í kirkjunni. Fólkid var ekki einu sinni sest thegar brúdguminn gekk inn gólfid, jafnvel heldur ekki thega brúdurin gekk inn. Tónlidtin var hraedileg. Annad hvort spilud af segulbandi eda spilud á falskan gítar og sungid af einhverju fólki. Ég stód bara og brosti.. Vá hvad thetta var fyndid.. Thetta var allt svo ótrúlega óskipulegt og afslappad. Fjölskyldan mín tók thetta hvad alvarlegast í klaednadi.. öll vorum vid ótrúlega fín. Allt fór fram á spaensku í míkrafón og svo virdist vera thetta hafi allt verid voda fyndid thví ad fólk var meira og minna hlaegjandi alla athöfnina. Allt var svo afslappad, símar ad hringja, krakkar ad öskra, fólk labbandi inn og út. Ég tók engar myndir. Ég fékk mig ekki til ad vera ein af tveimur ad taka myndir. Ég bláókunnug, hafdi aldrei séd thetta fólk ádur. Vid fórum svo í veisluna. Í veislunni var bara bordad, drukkid, spjallad og DANSAD. Thad er sko dansad hérna. Thetta var frekar lítid brúdkaup. ÉG sat bara og bordadi forréttinn med systkinum mínum. Foreldrarnir fengu mig til ad fara ad dansa og ég fór ad dansa med pabbanum. Á gólfinu voru líka mamma brúdarinnar og brúdguminn ad dansa. Thau tóku sig til og skiptu vid okkur svo ad ég fékk ad dansa vid brúdgumann.. ég sem er hraedileg ad dansa. Thau eru öll svo gód ad dansa hérna. En thad var allt í lagi. ég er frá íslandi. Vid fengum svo thennan fína mat og vid spjölludum systkinin. Vid fórum svo ad taka myndir hvert af ödru og thad er ótrúlegt hvad er haegt ad skemmta sér med thessari myndavél.. Vid skemmtum okkur ótrúlega vel, öll thrjú systkinin.. Litla systir mín var ekki med okkur, tveggja ára. vid komum svo heim seint og ég sat med bródur mínum ad spjalla út í glugga med lappirnar hangandi út.. Ég fór ad hugsa út í breytinguna á thremur vikum.. ´Hér sat ég, horfdi út í thokuna, út í glugga í stóru húsi í litlum bae í fjöllum Costa Rica.
posted by
Vedis at 3/06/2003 07:12:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wSunday, March 02, 2003 |
 |
 |
 |

Ég ákvad ad setja fréttabréfin mín hér inn en thad vantar á thau dagsetningar. Fyrra bréfid er skrifad 17 feb (held ég) en hitt 25 feb. Thau eru alveg morandi í prentvillum og stafsetningavillum enda skrifa ég thau mjög hratt án thess ad lesa thau yfir. Thau thjóna thó sínum tilgangi. Ég aetla ad reyna ad halda thessari sídu vid.
posted by
Vedis at 3/02/2003 05:42:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
w |
 |
 |
 |

Hae hae allir
Núna er ég búin ad vera í Costa Rica í 17 daga.. Ég er búin ad fá ad heyra svo mikid af nýjum nöfnum thessa daga ad thid getid ekki ýmindad ykkur thad.. allar fraenkurnar, fraendurnir, fjölskylduvinirnir, AFS-fólkid.. Thad gengur svona upp og nidur ad laera thau.. Ég bý í baenum Cervantes sem er uppi í fjöllum svona 30 mín frá borginni Cartago. Cartago er svona 40 mín frá höfudborginni San José. Cervantes er lítill baer thar sem flestir thekkja flesta.. Hann er blandadur af millistétt og frekar fátaeku fólki.. Ég thekki thó baeinn minn ekki vel thar sem ég er í skóla í Cartago. Fyrstu dagana var alltaf rigning en núna er búin ad vera mikil sól sídustu daga og andlitid á mér er brunnid í klessu.. (ég hef bara brunnid einu sinni svona illa ádur). Thad gerdist thegar ég fór´á tónleika í San José sídasta laugardag, sem ég hélt ad aettu ad vera inni. En their voru úti um midjan daginn og sólin var akkurat í sömu átt og svidid.. Thad thýddi ad andlitid mitt er búid ad vera eldrautt sídustu daga.. Fjölskyldan mín er mjög fín og okkur semur ágaetlaega.. ég get samt lítid talad vid foreldra mína thar sem thau tala ekkert í ensku og ég mjög lítid í spaensku.. spaenskan mín gengur hraedilega.. ég á greinilega mjög erfitt med ad laera tungumál eins og ég vissi reyndar ádur en ég kom hingad.. égverd bara ad vera tholinmód.. thetta kemur ad lokum. Mér finnst fólkid hérna ekkert mjög ólíkt og á íslandi. Helsti munurinn er umhverfid. Hér heita göturnar ekki neitt og faest hefur eitthvert heimilisfang. Göturnar eru frekar thröngar og umferdarkiltin eru ekkert mjög skýr. Á leidinni frá borginni til baejarins míns eru engar stikur.. thú verdur bara ad treysta á háu ljósin. Fólk notar aldrei öryggisbelti og ég hef ósjaldan verid í bíl med of mörgum. Pabbinn minn notar flautuna óspart og er reyndar alltaf med adra hendina á henni!! Thad eru hundar út um allt.. Allt frekar ljótir hundar sem er lítid sinnt.. Vid eigum thrjá hunda sem ég mundi ekkert vita um nema af thví ad í upplýsingunum um fjölskylduna mína kom fram ad thau aettu hund. Ég spurdi thá og thau eiga tvo sheffer og einn puddle. their eru bara í einhverjum kofa í gardinum.. frekar óhuggulegt.. en hérna eru hundarnir annad en á íslandi og ég er farin ad venjast theim. Skólinn minn er ekki mjög ólíkur eins og hann gaeti verdi á Íslandi. Hann er thó´lítill og vid erum í skólabúningum.. Vid erum í mjög fínum búningum og ég er alveg sátt vid thá. Versta vid skólann minn er hvad allir tala góda ensku, enda ekki von, thar sem thau hafa laert ensku sídan thau voru 6 ára. Thau eru í ensku í thrjá tíma á dag, alla daga. Thetta er einkaskóli thar sem er lögd áhersla á ensku. Vid erum ekki nema 20 í bekk og ég veit sjaldnast um hvad verid er ad tala thar sem ég skil voda lítid. Allt er ódýra hér, sérstaklega maturinn. Maturinn hérna er ótrúlega gódur. Ég hef ekki lennt á neinum vondum hingad til.. ég borda allt sem fyrir mig er lagt thó ad ég myndi ekki borda thad heima!! Ég borda thrisvar sinnum á dag.. og smá nesti í skólanum.. Ég vakna klukkan hálf sex á hverjum virkum morgni.Thá fer ég med pabba mínum og systur í skólann. Pabbinn heldur svo áfram til San José í vinnuna. Vid erum í skólanum til thrjú en thá förum vid systurnar á rútustödina og tökum rútu heim. Vid erum komnar heim rúmlega fjögur og fae mér ad borda. Eftir thad geri ég eitthvad thangad til ég borda sem er oftast í kringum níu.. Thá fer ég ad sofa. thetta breytist thó vonandi eitthvad thegar ég get talad spaensku og get bjargad mér sjálf ad gera eitthvad. Ég hef thad allaveganna gott hérna og einbeiti mér mest ad thví ad reyna ad laera ad tala. hafid thad gott
Védís
posted by
Vedis at 3/02/2003 05:34:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
w |
 |
 |
 |

Halló halló
Hér er ég á thessu "fína" internet kaffi í Cervantes. Thad er bara ein tölva virk af fimm og hana á ekki ad leigja út, en ég fékk loksins ad kíkja smá. Hef engann tíma til ad skrifa thvi ég er ad fara út ad borda med fjölskyldunni. Hér er ég med adaltöffurunum í baenum alls 8 strákum. Their eru nú engir sjarmar, brara frekar gelsleiktir gúmmítöffarar sem eru ekki ad deyja úr frídleika ;) Thessi baer er ótrúlega lítill og frekar slappur en fjölskyldan mín er frábaer í alla stadi, nema kannski ad ég tholi ekki hvad yngsta stelpan er ofdekrud. Hún er OFDEKRUD. Midstelpan er mjög fín en hún er lítid heima thví hún er í skólanum. Ég kynnist henni betur thegar ég byrja í skólanum. Mamman er algjör gella og er búin ad spyrja mig hvort thad sé ekki notadir skartgripir, meik eda naglalakk á íslandi thví ég er aldrei svoleidid. Hún er indisleg í alla stadi og vill allt fyrir mig gera. Strákurinn er mjög fínn. Hann er búinn ad vera mín helsta hjálparhella enda er hann eini sem kann ensku ( spaenskan mín gengur mjög haegt, thetta er ekkert smá erfitt, en samt thad er ekki eins og madur laerir nýtt tungumál á nokkrum dögum.)Ég hef thad á tilfinningunni ad hann sé adal gaurinn í baenum en hann reykir mikid um leid og hann er ad töffarast. Hann er ótrúlega fínn vid mig og okkur semur ágaetlega. hann er farinn ad tala meira vid mig á spaensku núna en hann endurtekkur samt oft á ensku. Núna er thurrka tími í
Costa Rica en í mínum bae er alltaf rigning og kalt ( svo ég dreg thad til baka ad ég verdi eins brún og ég geti verid thegar ég kem heim )ég er ekki byrjud í skólanum en ég byrja á mánudaginn. En allt lítur vel út og ég skrifa aftur thegar ég hef meiri tíma í tölvunni. Hafid thad gott á Fróni
Rigningar kvedjur frá hvítu Védísi í hitabeltislandinu
posted by
Vedis at 3/02/2003 05:33:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
|