|
 |
 |
wSunday, August 24, 2003 |
 |
 |
 |

Her er allt agaetis ad fretta af mer.. Gerdi allt sem eg aetladi ad gera i sidustu viku nema ad fara ad hitta norsku vinkonu mina. Eg er tho ad fara med henni og hinum skiptinemunum i borginni minni a strondina um naestu helgi svo ad thad verdur agaett. Atti godann fostudag a fostudaginn. For a djamm i San jose sem var otrulega gott spjallad og dansad og fleira. Algorlega annar heimur sem er ekki lengra i burtu en einn og halfan tima fra rolega baejarlifinu i litla baenum Cervantes i fjollunum i Costa Rica. Var otrulega gott ad fa tilbreytingu a tilbreytingalausu lifi. Thegar eg for loksins ad laera, vard thad ekkert svo erfitt, fekk reyndar bara sjo i staerdfraedi (en hei thad fekk bara einn niu og svo allir adrir sexur, sjour eda attur), 9,2 i efnafraedi, 9 i edlisfraedi og 9,7 i ensku. Gekk svo mjog vel i einu staerdfraedi profi og ekkert alltof vel i Liffraedi sem hefur verid eina greinin hingad til sem mer hefur gengid mjog vel i. Skolinn er finn og er haett ad lata itolsku stelpuna fara i taugarnar a mer. Verd adallega ad laera undir prof naestu vikuna, eda thangad til a fimmtudaginn thegar eg fer ad skoda Universitad de Costa Rica med bekknum minum og svo a strondina a fostudagsmorguninn. Thad eru alltaf einhverjir ad deyja og i dag do afi tveggja vina minna herna i Cervantes. Cali vinur minn atti lika afmaeli i dag. En hef thad annars fint..
posted by
Vedis at 8/24/2003 11:38:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wSunday, August 17, 2003 |
 |
 |
 |

Sunnudagskvold 17 agust 2003
Timinn lidur svo hratt nuna og eg kvidi thvi alveg vodalega ad fara heim.. Dagarnir eru audvita upp og nidur en i dag var eg ad atta mig alveg rosalega hvad eg a thad gott herna. Fjolskyldan min hefur verid alveg frabaer sidustu daga og foreldrarnir minir gera allt fyrir mig.
A fostudaginn var maedradagurinn og mamman gret naestum thegar hun fekk fuglinn. Hun atti nefnilega annan fugl fyrir nokkrum arum sem henni thotti otrulega vaent um en hann do. Thad var hugmyndin hennar Anel og mamman var svo anaegd. Vid forum svo til mommu mommu minnar thar sem vid vorum nanast allan daginn. Amman er ordin gomul og veik og thvi komu saman flest bornin hennar og barnaborn og thad kom mariachi ad spila og thad var matur og kokur. Thetta var otrulega fint en mariachi er hljomsveit, sett saman af song, gitorum, fidlum og trompetum. Thad var otrulega flott hja theim. Vid vorum svo bara saman fjolskyldan um kvoldid og monica var med okkur. Hun er loksins farin ad koma thvi i hausinn a ser ad mommu minni er ekki illa vid hana. Mommu minni er illa vid mommu monicu og eg skil thad alveg. Mamma hennar monicu er alveg med faranlegar skodanir, med fullt af fordomum fyrir hinum og thessum, gagnrynir allt, er algjor karlremba, ofverndar monicu og setur ut a fjolskylduna mina. Hun er samt alltaf voda god vid mig en eg er haett ad kunna ad meta thad thegar eg er buin ad kynnast henni betur.
Laugardagurinn var alveg oskop rolegur en thad hringdi AFS strakur i mig ,thad er sjalfbodalidi og hann baud mer i party sem er i bae rett hja minum. Eg for thvi i party med honum og fleirum sem voru flestir fra costa rica en hofdu farid sem skiptinemar. Krakkarnir voru mjog finir. eg hef engann rett a thvi ad hafa fordoma en bandariskar stelpur eru margar otrulega svipadar og eg er hundleid a thvi hvernig thaer lata. Thad var til daemis ein stelpa tharna i gaer sem var bara ohh.. getur enginn talad ensku og eitthvad vesen.. Hun vard svo frekar sorgleg i thessu partyi en thad skiptir ekki mali.
Vid gistum svo oll tharna og eg kom ekki heim fyrr en klukkan eitt, eftir ad vid svafum lengi, thrifum og spjolludum. Eg for i svipad party a sama stad fyrir svona fjorum manudum med fimm theim somu og voru i gaer og bara einn sem hafdi hitt mig a thessum manudum. Einn strakurinn var alveg otrulega hissa a framforum minum i spaensku svo ad eg var frekar satt.
I dag eftir ad eg kom heim var afmaelisveisla hja Tamoru sem vard thriggja ara i gaer. Thad var alveg fullt af litlum krokkum og thvilik laeti. Eg var alveg daudthreytt og thad lika helltist yfir mig hvad thad er stutt thangad til ad eg fer heim. Nuna er eg bara ad leggja mig fram ad gera allt sem mig langar ad gera og eg er med naestu viku alveg planada fram a laugardag.. A morgunn fer eg ad hitta einn sjalfbodalida AFS i Cartago, a thridjudag fer eg i fidlutima, midvikudaginn laeri eg undir lokaprof i ensku, fimmtudaginn fer liklega ad hitta norska vinkonu mina i Cartago, a fostudaginn fer eg til San Jose og verd thar thangad til a laugardaginn. Hef thad allaveganna otrulega gott herna i Costa Rica og aetla ad hugsa sem minnst um island thangad til ad eg kem heim.
posted by
Vedis at 8/17/2003 10:35:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wFriday, August 15, 2003 |
 |
 |
 |

I dag er maedradagur i Costa Rica og thad er fri alls stadar og allar mommur fa gjafir.. eg og anel gefum mommu okkar kanarifugl.. hann er otrulega saetur..
posted by
Vedis at 8/15/2003 12:29:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
w |
 |
 |
 |

Midvikudagur 13 agust 2003
Thad er gott vedur og eg var buin snemma i skolanum i dag. Eg er tho ekkert uti heldur sit fyrir framan tolvuna hlustandi a Belle&Sepastian og er ad gefa mer tima til ad skrifa fullt af brefum og blogg. Eg hef nu ekki gert mikid sidan a sunnudaginn. Eg for tho a manudaginn ad tala vid skolastjora tonskola Cartago og a morgunn byrja i fidlutimum hja rumenskri konu. Eg hef nu ekki spilad mikid a thessa fidlu og er algjorlega komin ur ollu formi. Tharf thvi ad aefa mig mikid.
Fyrsta daginn minn herna i Costa Rica tok eg eftir storum svortum fuglum sem svifu hatt uppi. Eg komst svo ad thvi ad thetta voru hraegammar. Thad er allt ut i hraegommum. Thegar eg spurdi einu sinni pabba minn hvad their hetu a spaensku. Pabbi minn var dalitid lettur og sagdi:” thad eru thrjar plagur i Costa Rica; hraegammar, Nicas og hiunday bílar” Eg veit ekkert hvernig a ad skrifa hiunday. Nicas er folk fra Nicaragua. Their flykkjast i straumum til Costa Rica og their eru vondir. Thad sagdi mamma monicu allaveganna. “Nicar eru vondir”.
Thad er eitt ord sem litla systir min, sem verdur thriggja ara a laugardaginn, kann i islensku. Thad er “kartafla” Hun segir thvi alltaf thegar vid bordum kartoflur:” kartafla, kartafla”. Otrulega saet. Eg er ad sja sjalfa mig i thvi ad dekra hana nuna. Eg er kannski ekki ad gefa henni hluti eda nammi eda neitt svoleidis. Eg er samt alltaf ad gefa henni meiri tima og nenni meira ad leika vid hana. Foreldrarnir minir tala mikid um thad hvad henni thyki vaent um mig og eg er alveg frekar satt vid thad, midad vid ad eg get verid leidinleg vid hana. Eg er samt bara leidinleg vid hana ef hun er othekk eda leidinleg vid mig. Ef hun byrjar ad eydileggja hlutina mina i herberginu minu hendi eg henni alltaf ut ur thvi og henni finnst thad ekkert skemmtilegt. Hun er thvi haett ad eydileggja allt.
Thid munid kannski eftir thvi ad eg sagdi ad eg for i myndatoku fyrir utskriftina mina um daginn. Myndtokuna thar sem hrugad var a okkur malningu og svo alveg furdulegur gaur ad taka myndirnar. Thegar vid forum um daginn forum vid i einstaklingsmyndatoku. Nuna um daginn forum vid aftur i hopmyndatoku. Vid forum a stad ekki langt fra Cartago og vorum ekki malud i thetta skiptid. Thad var ekkert vodalega merkilegt nema ad eg var hlaejandi allan timann. Gaurinn var enn faranlegri i thetta skiptid. Ef thid kannist vid myndirnar Ace Ventura tho munid thid liklegast hvad Jim Carrey var hraedilega klaeddur. Myndatoku kallinn var eins og klipptur ut ur myndunum. Hann var i oreimudum einhverskonar hermannaklossum, gulum og graenum ljotum hermannabuxum, hvitum stuttermabol, ohnepptri Hawaii skyrtu yfir, med ljott har og ljota derhufu. Eg var i hlaturskasti allan timann en var su eina sem hlo. Thad vantadi alveg Hollu med mer.
I gaer for eg med pabba minum a tonleika i thjodleikahusi Costa Rica, sem er otrulega flott i San Jose. Vid forum a tonleika hja Kammersveit fra Litháen. Dottir varaforseta Costa Rica er kona vinnufelaga pabba mins og hun gaf honum midana sem voru a odrum bekk. Tonleikarnir voru finir en mer fannst skemmtilegast ad skoda folkid sem var a tonleikunum. Thad er audvita allt annar hopur en sa sem byr i Cervantes. Thetta var svona menninga snobb lid Costa Rica, dalitid merkilegt
posted by
Vedis at 8/15/2003 12:27:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
w |
 |
 |
 |

Sunnudagur 10 agust
Vikan var alveg oskaplega venjuleg. Svo venjuleg ad eg er farin ad lata thad fara i taugarnar a mer. Allt er ad verda svo venjulegt. Var bara ad laera heilmikid fyrir prof og svoleidis. Thau eru nu samt sem adur ekkert ad ganga neitt rosalega vel. Eg er tho ad reyna eitthvad. Eg er haett ad vera ofundsjuk ut i itolsku stelpuna en hun a alveg otrulega audvelt ad laera spaensku thar sem hun talar baedi itoslku og fronsku, thar sem mamma hennar er fronsk. Hun er fin stelpa en hun er alltaf med mer. Eg er aldrei med somu manneskjunni i skolanum, er alltaf med ollum og get naestum talad vid alla. Hun treystir algjorlega a mig og gerir allt sem eg geri. Thad fer svona alveg sma i taugarnar a mer en ekkert svo mikid.
A fostudaginn for eg tho a haefileikasyningu hja barnadeildinni i skolanum minum og thar var hver bekkur med atridi. Atridin voru sum hver otrulega flott og thvilikur peningur sem hefur farid i leikmynd og buninga. Thetta er dyrasti einkaskolinn i Cartago og husid var thvi fullt af snobbudum foreldrum og dekrudum krokkum.. Eg komst thvi ad thvi ad litla systir min er ekki su eina sem er dekrud. Bekkurinn minn var ad selja mat og snakk og eitthvad svoleidis og vid seldum allt. Folkid atti audvita nog af pening til ad kaupa fyrir gradugu krakkana sina.
Eg for svo heim i rutu um niuleytid og folki finnst alveg rosalegt ad eg skuli fara ein heim i rutu a kvoldin. Jafnaldrar minir eru margir svo osjalfbjarga og til daemis eru nanast allir alltaf sottir i skolann tho ad their bui alveg rett hja skolanum. Eg er miklu sjalfbjargari heldur en margir og eg er ekki einu sinni hedan.
Vid voknudum klukkan thrju a laugardagsmorguninn og forum keyrandi sudur a boginn. Eg, pabbinn, Anel og vinnufelagi pabbans. Vid keyrdum i sjo tima ad borginni Golfito sem er 40 min fra landamaerum Panama. Hun er vid fjord sem er alveg lygn og loftid er heitt og rakt. I Golfito er frihofn. Pabbinn thurfti ad fara thangad i bisness ferd og tok okkur systurnar med. Mig langadi ad sja hvernig vaeri tharna nidur fra. Frihofnin er samansett af fullt af budum sem eru girtar af. Thu kemur thangad og synir skilriki. Thu faerd tha heimild til thess ad kaupa eitthvad fyrir jafnvirdi 500 dollara sem tekur ekki gildi fyrr en daginn eftir. Thu tharft thvi ad vera tharna i tvo daga. Thu faerd tvaer svona heimildir a ari. Eg tok engar myndir thar sem eg eyddi meiri hluta helgarannar i raftaekja og vinverslunum. Thad er ekki mikid annad ad finna tharna svo ad eg keypti mer bara eina tosku. Thad var alveg fullt af folki tharna og folk sem var ad selja heimildirnar sinar. Pabbinn var ekki med heimild sjalfur svo ad hann keypti heimildir af hinum og thessum kollum. Their thurftu svo ad fylgja honum i allar budirnar en pabbinn borgadi. Pabbinn minn thekkir svo mikid af folki ad thad er ekki fyndid. Hann thekkti meira og minna alla tharna. Eg var ekki med vegabrefid mitt sem er eina skilrikid sem gildir tharna fyrir utlendinga. Eg gat thvi ekki tekid ut heimild fyrir mig. Thad var alveg otrulega mikid af folki ad kaupa alveg otrulega mikid, iskapa, graejur og hin og thessi raftaeki. Thad voru otrulega mikil laeti og mikid stress. Allir ad reyna ad kaupa sem mest og eins odyrt og haegt var. Folkid sem byr tharna talar alveg faranlega, notar otrulega mikid: astin min, hjartad mitt, brjostid mitt, drottningin min. Afgreidslufolkid var otrulega agengt a mann ad koma inn i budirnar og eg hef aldrei farid a stad sem folkid hefur verid jafn agegnt a mig. Thad er audvita alltaf alltaf einhver ad kalla a mann thar sem madur er med rautt har, bla augu og skjanna hvita hud en madur venst thvi bara. Tharna var thad tho alltof mikid og mer var farid ad lida illa. Tharna var allt ut i betlandi Indianum, otrulega sorglegt. Vid Anel hengum tharna med kollunum og thetta vard ottalega mikid hangs allt saman en eg kynntist thessu tho og sa eitthvad allt odruvisi heldur en eg er von. Anel var fin en hun var samt frekar lokud. Vid erum godar vinkonur en hun hleypir mer samt ekki alveg ad ser. Stundum held eg ad hun se ofundsjuk. Hun var alltaf i skugganum a brodur sinum og litlu systur. Svo for brodir hennar en tha kom eg akkurat a sama tima. Til daemis var pabbi minn alla helgina:” thetta eru daetur minar, eru thaer ekki likar mer?” Svo for alltaf timi i ad tala um mig og Island en Anel stod bara tharna og hlustadi. Thad er aldrei talad um hana. Hun er algjort midjubarn sem hefur aldrei fengid neitt mikla athygli.
Vid komum svo heim a sunnudagskvoldid og Monica hringdi i mig. Hun var alveg viss um ad eg vaeri i reid ut i hana thar sem eg hafdi ekki talad vid hana i nokkra daga. Thad var tho allt fint en vid erum otrulega litid saman thessa dagana. Eg er alveg otrulega mikid med pabba minum sem er akkurat ad reyna ad gera allt fyrir mig.
posted by
Vedis at 8/15/2003 12:26:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wThursday, August 14, 2003 |
 |
 |
 |

thad er allt komid i klessu aftur.. a tvo long blogg i tolvunni heima en eg get ekki copiad thau og sett thau herna. Svo er hotmail lika eitthvad pirradur og thar get eg heldur ekki copiad eda peistad.. eg var buin ad skrifa atta bref til ymissa.. thid verdid thvi bara ad bida eftir brefum og bloggi thangad til ad eg finn eitthvad ut ur thessu.. hef thad annars mjog gott thessa dagana..
posted by
Vedis at 8/14/2003 11:09:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wTuesday, August 05, 2003 |
 |
 |
 |

Er nuna alveg a kafi i thvi ad laera. Eg er alveg ordin hundleid a thvi ad fa alltaf svona hraedilegar einkunnir svo eg er logst i thad ad laera. Thad gengur nu ekkert alltof vel en eg er tho ad reyna ad baeta mig adeins. Vodalega hlytur thad ad vera audvelt ad laera a Islandi, allt a islensku. I gaer var alveg oskaplega venjulegur dagur, nema ad eg laerdi og laerdi staerdfraedi allan daginn. Kennarinn er alveg oskiljanlegur svo eg tharf ad kenna mer thetta allt sjalf. Thad gengur nu ekkert alltof vel, thar sem kennarinn er frekar duglegur ad setja i profin daemi sem eg hef bara aldrei sed adur. Eg hringdi tho i Hollu pollu en thad voru thrir manudir sidan eg hafdi talad vid hana. Alveg er thetta rosalegt, ad vera svona nain manneskju alla sina aevi og svo fer madur i heilt ar fra henni og getur ekkert talad vid hana. Eg held ad thad se staersta daemid vid alla thessa ferd mina hingad. Eg vona bara ad vid Halla breytumst ekki fra hvorri annarri.
I dag var agaetis dagur. Staerdfraediprofid gekk upp og ofan, allaveganna betur en thad seinasta. Eftir ad vid forum i reipitog i heimspeki (forum tvisar i reipitog i olikum lidum, og svo virtist ad vid vorum bara tvo sem vorum i sigurlidinu i baedi skiptin) voru krakkar sem voru med fyrirlestur um fostureydingar. Thad var alveg frekar rosalegt. Kennarinn og allir krakkarnir eru alveg rosalega a moti theim og thau voru buin ad finna alveg otrulega ogedslegar myndir a netinu af fostrum sem hofdu verid eytt. Oll fostrin voru komin svona sjo eda atta manudi a leid og thessar myndir voru ogedlegar. Lysingarnar voru lika rosalegar og eg er alveg viss um ad thau yktu thaer rosalega. Eg gat ekki setid a mer og eg spurdi i hvada londum thessar fostureydingar faeru fram og kennarinn sagdi ”ollum, thar sem thaer eru leyfdar”. Eg er ekki alveg viss um thad ad svona seu thaer a Islandi. Svo var annar strakur med fyrirlestur um neydarpilluna og hun er vist fostureyding lika. Kennarinn teiknadi meira ad segja mynd a tofluna, hvernig hun virkadi og eggfruman var ordin ad pinu litlu barni, um thad leiti sem saedisfruman var ad komast inn i eggfrumuna, thad er nokkrum klukkutimum eftir samfarir. Hann sagdi meira ad segja og litla barnid vaeri drepid, greyid. Eg lennti tho i thvi ad segja hvernig neydarpillan virkadi thar sem thad var mikid talad um hana i ollum thessum kynfraedslum og getnadarvarnarfraedslum sem eg for i i Arbaejarskola og vida. Thetta var allaveganna mjog merkilegt og alveg rosalegt hvad kennarinn var med sterkar skodanir gegn thessu. Kennarinn er annars einn minn uppahalds kennari, en hann er laerdur prestur og thvi frekar strangtruadur. Eg er nu bara heima nuna ad laera en eg aetla ad hringja i vinkonu mina bradlega og athuga hvort eg geti farid ad heimsaekja hana um helgina. Hun a heima a otrulega flottum stad og hun var buin ad bjoda mer ad koma i heimsokn thegar eg vildi. Vona ad eg geti farid ad heimsaekja hana.
posted by
Vedis at 8/05/2003 07:58:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wSunday, August 03, 2003 |
 |
 |
 |

3 de julio 2003
Thad er allt voda gott ad fretta af mer i dag.. Helgin vard audvita allt odruvisi heldur en eg helt. Thad kom i ljos ad Monika og Irene voru svo latar ad thaer foru ekki labbandi. Eg hringdi tha i einn vin minn og hann sagdist fara eftir hlaftima. Eg var ekki viss hvort eg faeri med honum en sagdist koma eftir halftima ef eg kaemi. Eg kom svo eftir 45 min og hann var farinn. Eg hitti tha adrar stelpur sem aetludu eftir klukkutima og fraenda minn sem faeri eftir tvo tima. Klukkan var ordin svo margt ad eg akvad ad fara med stelpunum. Thaer eru stelpur sem eg thekkti ekki neitt, bara kannast vid. Eg endadi svo a thvi ad labba med einni theirra eiginlega alla leidina og eignadist tha i leidinni nyja vinkonu. Thad var otrulega flott ad labba, serstaklega svona leid sem madur fer i minnsta lagi tvisar a dag a hverjum degi. Thad tok okkur fjora tima ad labba a svona mjog thaegilegum hrada. Thad er otrulega snidugt ad bua i svona litlum bae thar sem allir thekkja mann. Thad var til daemis strakur ad labba med okkur sem eg kannadist vid en vissi ekkert hvad heti og hafdi aldrei talad vid. Hann var tha alveg med nafnid mitt a hreinu og var buin ad lesa ser til allskonar um island.. Thad var dalitid skondid. Vid vorum fjora klukkutima ad labba og komum til Cartago klukkan ellefu um kvoldid. Borgin var alveg krokkt af folki og eg aetladi ad hitta monicu og irene a akvednum stad klukkan ellefu. Svo vard thad audvita ad eg fann thaer ekkert. Eg hitti reyndar norska vinkonu mina en stelpurnar fann eg ekki. Var ad leita af theim i klukkutima thegar eg loksins fann thaer. Tha var eg akkurat ny buin ad gefast upp og buin ad hringja i mommu mina og hun var buin ad segja mer ad koma og hitta sig a akvednum stad. Vid forum thvi ad hitta hana en vid fundum hana ekki. Svo eg var thar 45 min ad leita af henni. Svo thegar eg fann hana loksins var hun ordin svo threytt a ad bida eftir mer og hun pirrud svo eg thordi ekki ad fara med stelpunum a einhvern stad tharna. Eg for thvi otrulega leid yfir ad ekkert hafdi gengid upp. Eg var lika threytt eftir thetta allt, gonguna og leitina. Pabbinn var alveg i rusli ad eg var svona dopur en mamman var bara eitthvad ad pirrast. Thegar eg kom svo heim satum vid pabbinn svo bara tvo og drukkum te eitthvad fram eftir. Hann er svo godur vid mig og vill allt fyrir mig gera. Hann fer alveg i rusl ef ad eitthvad fer illa hja mer.
Laugardagurinn var svo algjorlega slappur.. gerdi akkurat ekki neitt. Thad var mjog stirrt a milli okkar mommunnar um morguninn en svo lagadist thad alveg. Nuna er thad mjog gott aftur.
Eg er alveg haett ad lata thad fara i taugarnar a mer ad pabbinn vill borga allt fyrir mig. Eg er bara ad njota thess nuna. I gaer var hann ad fara ad kaupa a mig buxur en eg fann engar. Hann er buinn ad lofa mer ad kaupa einar handa mer bradlega. Eg bara “OK”. Eg fann reyndar svo flott pils en thad er frekar dyrt. Kostar 14000 colonas og finnst einn dollarri er 400 colonas hlytur 14000 colonas ad vera um 3000 kronur. Thad er alveg haegt ad finna odyrari fot herna.
I dag for eg med foreldrunum minum og litlu systur minni til Cartago ad horfa a hluta af hatidinni. Thad var voda flott og alveg fullt af folki. Thad er svo skrytid ad vera i hopi af svona mikid af folki og thekkja ekki neinn. Vid forum svo ad borda en vid gerum sko ekkert litid af thvi ad borda a veitingastodum. Helsi munurinn a veitingastodum herna og heima er ad thad tharf alltaf ad bida i svo otrulega langan tima eftir matnum. Eg er ekki enntha buin ad venjast thvi. Veitingastadurinn var a otrulega flottum stad og alveg rosalegt utsyni. Vid keyrdum svo upp fjallid sem er Volcan Irazú. Vid buum eiginlega i thvi. Thad var enn meira utsyni og vid vorum svo hatt uppi ad vid saum vel alla San Jose og Cartago en thad er fjall thar a milli.
Eg for svo i afmaeli til bekkjarsystur minnar og bekkurinn minn er alveg omogulegur med thad ad thad eru allir svo latir ad gera allt. Thad maetir aldrei neinn i afmaeli. Vid maettum sex fyrir utan afmaelisbarnid. Frekar slapt. Eg sa ad eg var bara heppin med hvad thad maettu margir til min sidasta sunnudag. Eg var lengst hja henni af krokkunum og thad var otrulega fint. Thau bekkjarsystkini min hugsa otrulega vel um mig thessa dagana. Thessi stelpa talar nefnilega ekkert mikid vid mig en hun var alveg otrulega fin i dag og vildi allt fyrir mig gera. Folk kemur mer alltaf a ovart.
Annars erum vid vinkonur minar komnar i strid gegn mommunni minni. Thaer eru thola hana ekki og thaer vita hvad mer lidur oft ekkert vel med henni. Vid erum thvi bunar ad akveda ad eg eigi ekkert ad vera ad sleikja hana upp heldur ad gera thad sem eg vil gera og ef mamman fer i einhvera fylu ut i mig, flyt eg bara til theirra. Eg aetla ekkert ad gera thetta rosalegt en eg aetla ad haetta ad hugsa um ad alltaf ad halda henni godri.. Ef eg er alltaf af thvi a eg eftir ad eida timanum minum i thad. Hun er tho buin ad vera mjog fin undanfarid svo eg held ad eg thurfi ekkert ad vera ad lata hana trufla mig.
Var eg buin ad segja ad tho ad Costa Rica eru otrulega nutimalegir og taeknivaeddir med ymislegt er ekkert herna sem heitir barnabilstolar eda ostaskerar. Born og litlir krakkar sytja yfirleitt i framsaetinu med mommu sinni og ostur er keyptur i sneidum eda skorinn i faranlega thykkum sneidum. Mamma og pabbi: Erud thid til i ad senda mer ostaskera i naesta pakka bara til ad thau geti gert lif sitt audveldara a einfaldan hatt?
posted by
Vedis at 8/03/2003 11:41:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wFriday, August 01, 2003 |
 |
 |
 |

1 agust 2003
I dag er fyrsti agust.. Thid erud vist med verslunarmannahelgi en thad er vist ekkert svoleidis herna. Thad er allt gott ad fretta af mer og eg hef thad mjog gott. Er samt buin ad vera med kvef og halsbolgu alla vikuna... thad er svo kalt thessa dagana. A thrijudaginn var kvedjuparty fyrir Tyler. Thad var mjog fint og eftir ad allir voru bunir ad kvedja hann og hann naestum gratandi (greyid vildi sko ekkert fara) for eg heim til Gaby, bekkjarsystur minnar og gisti thar. Thad var svo kosy. Thad er svo langt sidan eg hef gist med einhverjum i herbergi. Vid gistum thar thrjar, thar sem systir hennar er med henni i herbergi. Mamma hennar er svo fin og thad er langt sidan eg hef vaknad vid thad ad thad er labbad inn i herbergid mitt og sagt: “nu thurfid thid ad vakna”. Thad var otrulega heimilislegt. Thad er nefnilega svo ad mer lidur aldrei neitt vodalega eins og heima hja mer herna. Fjolskyldan min er bara svoleidis. A midvikudaginn hringdi eg i Siggu i Guatemala. Thad var otrulega skemmtilegt og thar er mikill hiti, annad en herna. Allt gengur vel thar. Thad var lika rafmagnslaust i baenum thar sem thad var arekstur og farid a rafmagnsstaur. Eg hljop thvi um allt med vasaljos en thad hefur nyst mer vel i ymsu. Takk fyrir thad Oskar J Gatan i baenum var lokud svo thad var thvilik teppa af bilum sem komust ekki i gegn, thar sem gatan fer a milli tveggja borga. Baerinn var thvi fullur af threyttu og pirrandi folki ad bida og allt rafmagnslaust um tima.
I gaer for eg svo ekki i skolann, heldur var heim ad laera allan daginn med bullandi kvef og halsbolgu. Eg nyttu thvi timann vel og laerdi heil oskop. Staerdfraedin er lika otrulega erfid, thar sem eg skil bara akkurat ekkert i thessum kennara. Hann hefur heldur ekkert ahuga a ad gera sig skiljanlegan, serstaklega ekki fyrir okkur skiptinemana.
I dag er svo folk alls stadar ad af landinu ad labba til Cartago. Eg var heillengi ad fylgjast med folkinu fara fram hja husinu minu adan. Alls stadar er folk ad labba og margir labba tugi kilometra. Thetta er truaratofn og thu tharft vist ad oska ther einhvers og labba ad adalkirkjunni i Cartago. Hun er otrulega stor og flott. Borgin er svo krokkt af folki alveg thangad til a sunnudag. Eg aetla ad labba i kvold en veit ekki alveg med hverjum. Eg veit thad svona nokkurn veginn. Eg aetla svo ad vona ad eg megi gista med krokkum ur baenum i tjaldi en thad tjalda allir bara einhversstadar i borginni. Thad verdur vonandi skemmtilegt Aetla nuna ad fara ad koma mer ad finna ut endanlega med hverjum eg fer en fyrst aetladi eg med fraenda minum, svo kom i ljos ad hann aetlar svo seint, svo aetladi eg med monicu og irene, tha kom i ljos ad thaer aetla ekki ad labba. Eg aetla thvi ad athuga hvort ad brodir Monicu fer og ef hann fer ekki aetla eg ad fara med fraendanum. Thetta kemur i ljos, eg er alveg rolega yfir thessu. Eg skrifa aftur bradlega til ad segja hvernig allt thetta for.
posted by
Vedis at 8/01/2003 06:12:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
w |
 |
 |
 |

29 de julio 2003
I gaer for eg svo med pabbanum til Cartago. Thar aetladi eg ad hitta bekkjarsystkini min. Thad voru bara 6 strakar maettir. Vid forum thvi fimm i rutu en tveir strakar bidu med pabbanum ef thad skildu koma fleiri. Thegar vid komum heim var pabbinn maettur med sex krokkum. Thad var thvi god maeting medal strakanna en thad vantadi allar stelpurnar nema tvaer. Vid bordudum svo godann mat. Foreldrarnir eru svo otrulega godir vid mig thessa dagana. Thad er otrulega thaegilegt. Litla systir min fekk algjort athygliskast eins og er algengt svo hun var midpunkturinn allan timan. Thau foru oll snemma heim nema thrir strakar. Einn af theim var Tyler sem er hinn skiptineminn i bekknum sem er ad fara heim a fimmtudaginn. Vid fjogur forum upp i baeinn og hittum monicu og fraenku hennar Irene. Vid fengum okkur ad drekka og ad borda. Thar vorum vid um tima og skemmtum okkur vel. Monica og Irene gerdu ekkert nema ad vorkenna aumingja Tyler thvi ad hann vill ekki fara heim. Eg hef aldrei sed manneskju breytast eins mikid a stuttum tima og Tyler. Thad er alveg otrulegt. Tyler var mjog sattur yfir ad fa ad kynnast hinum heiminum minum. Eg a algjorlega tvo heima, einn i skolanum og einn i Cervantes. Eg er otrulega satt vid thad. Skiptinemar sem eiga heima i litlum baejum eiga miklu audveldara med ad kynnast fullt af folki en their sem bua i borgum. Tyler thekkti til daemis bara krakka i skolanum og einhverja nokkra vini brodur sins. Tyler var alveg: va hvad thu thekkir marga! Thad voru lika otrulega margir akkurat uti i gaer sem eg thekkti. Eg er otrulega satt med ad bua herna.
Eg reifst svo i fyrsta skiptid vid monicu. Eg vard svo enntha reidari thegar hun bara hlo ad mer thvi ad eg get ekkert talad eins hratt og eg tharf thegar eg er ad rifast. Eg var ordin svo hundleid a staelunum i henni. Hun tholir ekki mommu mina og er alltaf ad tala um ad mamma min hati hana. Thad er svo pirrandi thvi ad foreldrarnir minir voru allan daginn ad spyrja um hvort eg vildi ekki bjoda monicu heim til min til ad hun gaeti kynnst bekkjarsystkinum minum. Eg er alltaf ad segja ad mamma min liki ekki illa vid hana en hun truir thvi aldrei. Thad er tho svo ad mamma min tholir ekki mommu hennar en thad tharf ekkert ad koma okkur vid. Eg var bara ordin svo hundleid a thvi ad vera i midjunni a thessu svo eg vard svo reid ut i hana. Thad endadi tho i satt og hun aetlar ad lata sig hafa thad ad hringja i mig thegar hun tharf ad tala vid mig en ekki bara vona ad eg komi akkurat.
posted by
Vedis at 8/01/2003 06:12:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
|