|
 |
 |
wWednesday, June 25, 2003 |
 |
 |
 |

Thad er alveg óratími sídan ég skrifadi hérna en ég byst vid ad thid verdid ad bida lengur thví ad ég hef ekki tíma á naestunni til thess ad skrifa eitthvad af viti. Ég hef mjög gott hérna og get ekki bedid eftir ad komast í frí eftir thessa viku. Kemst í sumarfríid mitt sem er í thrjár vikur. Hef ekki mikid af plönum fyrir fríid en aetla thó ad fara ad labba upp á haest fjall Costa Rica med hóp af skiptinemum.. flest allir frá Sviss. Fer thangad fimmta júlí.. Ég hef nóg ad gera um helgina en naestu viku veit ég ekkert hvad ég aetla ad gera.. Aetla kannski ad fara ad skoda mig almennilega um í kringum Cervantes og hitta norsku vinkonu mína og eitthvad fleira.. Skrifa fljótlega um thad sem ég hef verid ad gera undanfarid.. fór í jardaför, spiladi á fidluna í lítili minningarathöfn, kynntist meira fólki, hitti haenuna sem byr heima hjá vini mínum og margt fleira.
posted by
Vedis at 6/25/2003 10:32:00 AM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wSunday, June 15, 2003 |
 |
 |
 |

Fraendinn dó í dag.. Thad er mikil sorg og allir stydja hvern annan. Ég fór í messu med fjölskyldunni minni og svo fórum vid heim til hans´. Thar var öll fjölskyldan hans og fullt af ödru fólki ad samhryggjast. Thetta er allt ótrúlega erfitt, hann ekki nema 22 ára. Ég fer ekki í skólann á morgunn en fer med mömmu minni í stadinn í minningar athöfn klukkan tíu í fyrramálid. Thad sem er mjög skrytid er ad í gaer leid honum mjög vel og hann fór á spítalann og thar sögdu laeknarnir ad thad vaeri ekkert ad honum, vaeri ekki einu sinni med aexli. Thad var öllum létt. Svo dó hann í dag. Ég thekkti hann ekki neitt, sá hann bara einu sinni og thad var á fimmtudaginn thegar hann sat inni í herbergi og vinkadi mèr og monicu thar sem vid sátum frammi. Ótrúlega saetur.
Thad er allt ödruvísi sidir hèrna og hann var frammi í kistu í dag thar sem allir gátu séd hann. Thad var ekkert alltof audvelt. Thessi fjölskylda er alveg ótrúlega stór og thau eru öll indisleg vid mig. Thau hafa öll reynst mèr svo vel.
posted by
Vedis at 6/15/2003 09:42:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wFriday, June 13, 2003 |
 |
 |
 |

Bloggin mìn verda alltaf svo vodalega löng en thegar nenni annadbord ad skrifa thà skrifa èg bara og skrifa. Thad er audvita endalaust mikid sem madur getur sagt frà. Tíminn thytur algjörlega àfram og thessi vika leid ótrúlega hratt. Hátidin ì baenum mìnum endadi um sìdustu helgi. Karlalydveldid syndi sig à föstudagskvöldid og èg lèt thad pirra mig sìdustu helgi. Á föstudaginn fòr èg ùt med vinkonu minni um kvöldid og hùn bad ekki um leyfi til ad fara út. Hún thurfti thvì ad vera komin heim svona um nìu leytid. Vid komum svo ekki heim fyrr en um rùmlega tìu thvì ad vid vorum ad leyta ad litlu systur minni sem stakk af med svona eiginlegum kaerasta sìnum. Mamma vinkonu minnar var reid vid hana daginn eftir og hùn màtti ekki fara ùt à laugardagskvöldid. Thad sem er fàrànlegast er thad ad bròdir hennar sem er 17 àra, 18 àra à thessu àri og àri yngri en hùn kom heim klukkan eitt og thad var bara allt gott og blessad. Ég var svo òtrùlega pirrud og reid en èg er heppin ad thetta er ekki svona strangt ì minni fjölskyldu, èg vaeri alveg bùin ad tryllast ef thetta vaeri svona heima hjà mèr.
Ég fòr thvì ì fyrsta skipti ein ùt à laugardagskvöldid og treysti bara à thad ad èg myndi hitta einhvern sem èg thekkti. Baerinn var fullur af fòlki thvì ad hàtìdin var ì gangi. Pabbinn minn keyrdi mig upp ì baeinn (thad tekur svona 25 mìn ad labba). Ég thurfti ekki nema ad stìga ùt ùr bìlnum og èg hitti tvo stràka sem èg thekki. Spjalladi vid thà thangad til èg hitti adra stràka sem èg thekki lìka. Ég thekki svo miklu fleiri stràka hèrna en stelpur enda eru thad margar sem mega bara helst ekki fara ùt à kvöldin. Ég endadi svo med ad vera med vini mìnum allt kvöldid sem er svo fyndinn ad èg hlò allt kvöldid. Vid löbbudum svo heim med systur minni og gaurnum hennar sem èg kom eiginlega saman. Gerdi thad à fim og föstudaginn án thess gera thad eitthvad viljandi. Thad er bara fyndid ad mèr tòkst thad.
Á sunnudeginum var svo mjög flott. Adaldagur hàtìdarinnar. Thad var einhverskonar skrùdganga upp í baeinn sem fòr alveg rosalega haegt. Fullt af nautum sem drògu vagna, einkenni Costa Rica. Thad voru svo alveg fullt af trukkum sem komu à eftir og allir med fólk à pöllunum. Fólk ì bùningum og flestir ì thòdbúningi theirra. Mjög flott. Baerinn var alveg stùtfullur af fòlki og nánast allir med gaeludyrin sin ùti. Nánast allir med hunda en thò sàust lìka páfagaukar, sjaldbaka, kanìnur og svo frétti èg af apa og íkornum. Sá thau thò ekki.
Ég fór svo med vinkonu minni og fjölskyldu hennar ì fjölskyldubod en thad voru tveir ì fjölskyldunni hennar sem àttu afmaeli. Thad var alveg hellidemba og vid sàtum öll undir stóru skyli og bordudum ótrúlega gódan mat. Grilladur kjúklingur og fleira. Sungum afmaelissönginn og ég spjalladi vid vinkonu mína og fraenkur hennar sem ég er oft med líka. Fjölskyldan hennar er algjörlega búin ad taka mig ad sèr og thau eru alveg fràbaer. Thau hugsa öll svo ótrúlega vel um mig. Mér lídur svo vel med theim og èg veit ekki annad en ad theim líki öllum vel vid mig. Einn fraendinn er ríkur og er alltaf ad reyna ad tala vid mig ensku. Thad fer alveg rosalega ì taugarnar à mèr en èg reyni ad vera gòd og tala vid hann à ensku tvì ad hann vill svo aefa sig. Thad er thò mjög oft ad hann talar à ensku og èg spaensku. Thad er bara einn hèrna ì baenum sem èg kalla alltaf fjölskyldu nafni. Thad er ömmubròdir vinkonu minnar og èg kalla hann alltaf fraenda. Hann er alveg fràbaer. Hátídinni lauk svo med balli um kvöldid. Ég var thò ekki inni à ballinu nema ì svona 45 mín en thad var allt ì lagi. Úti var nefnilega svo mikid af fòlki og thad var gaman ad vera ùti. Vid fòrum svo heim og var komin heim ym klukkan ellefu.
Á mànudaginn og thridjudaginn var vatnslaust á stórum hluta Cervantes. Okkar hùs hafdi thò vatn thvì ad pabbinn er med tank med vatni fyrir tvaer vikur tengdan vid kerfid, thvì ad hann vissi ad thetta aetti til ad gerast hèrna. Ég thakkadi fyrir enda mikid vesen fyrir fòlkid hèrna ì kringum okkur. Vid höfdum vatn en vodalega lítinn straum og thad var òtrùlega kalt ì sturtu à thridjudagsmorguninn. Hérna fara alltaf allir ì sturtu à hverjum morgni. Annad er mjög subbulegt.
Á thridjudaginn fòr èg med bekknum mìnum til San José í myndatöku fyrir útskriftina. Ég var naest seinust ì rödinni svo èg var ad bída allan daginn. Fyrst var hver og einn fardadur. Strákarnir voru líka allir fardadir og vid stelpurnar ekkert lítid màladar. Ég held ad èg hafi aldrei verid jafn mikid màlud àdur (nema kannski thegar èg og Halla fengum kast einhvern tìma heima og hrùgudum à mig málningu, thà passadi èg mig thò ad fara ekki ùt ùr hùsi). Thetta var alveg frekar hrikalegt og mèr leid eins og èg thyrfti bara ad brosa og thò hrindi màlningin af andlitinu à mèr. Ég var til daemis med blàan augnskugga og varalit. Thetta var allt saman mjög fyndid og thegar èg loksins fòr ì myndatöku bar kallinn ótrulega fyndinn. Algjörlega steiktur og taladi blöndu af ensku og spaensku vid mig. Myndinar upp á veggjunum á stofunni voru thò mjög flottar og èg vona ad mìnar verdi thad lìka. Vid fòrum svo öll heim daudthreytt og èg kom heim um nìuleytid og fattadi thà ad èg var eftir ad skrifa eitthvad verkefni à tölvu fyrir bródir minn ì naesta hùsi (bródir vinkonu minnar) og var til naestum hálf tólf ad thví og thurfti ad vakna klukkan 5.30 eins og venjulega.
Dyrahald hèrna er allt annad en à Íslandi. Thad er allt krökkt af hundum. Thad eru hundar ùt um allt. Thad eru allt ùt í heimilislausum hundum og their eru alls stadar. Thad byr einn ì skòlanum mìnum sem er òrfrìskur. Thad verdur allt ùt ì hvolpum bràdlega. Allir eiga hunda og thad eru engir tamdir. Ég hef nànast ekki komid vid neinn enda er thad ekki vani ad koma vid hundana og aldrei ad klappa theim eda neitt. Ef èg geri thad er alltaf einhver sem segir: “ ekki koma vid hann, hann er skìtugur”. Vid eigum tvo shefferhunda og einn puddle hund. Ég sè thà aldrei.
Krakkarnir ì skòlanum mìnum er òtrùlega rìkir. Ég fòr heim til tveggja stelpna à thridjudaginn og hùsin theirra voru òtrùlega flott. Thau voru kannski bara svona venjuleg à ìslandi en alveg òtrùlega flott hèrna. Thad er audvita òtrùlega mikil fàtaekt hèrna og èg geri mèr ekki alveg grein fyrir thvì alltaf. Ég verd thò alltaf meira vör vid thad ì baenum mìnum og èg à alveg òtrùlega erfitt med mig stundum thegar èg skynja hvad èg à thad gott og à ótrúlega mikla peninga.
Ég er òtrùlega heppin med thad hvar èg à heima. Thad verdur alveg stundum kalt hèrna en thad er svo miklu betra en ef thad vaeri sjòdandi hiti endalaust. Thetta loftslag hentar mèr alveg òtrùlega vel og thetta er svona eins og endalaust sumar à Íslandi med reyndar miklu heitari dögum. Köldu dagarnir eru eins og their heitu à Íslandi. Thetta hentar mèr mjög vel og èg fèkk til daemis alveg nòg af hitanum bara ad vera ì fimm daga à ströndinni. Núna er alltaf rigning upp ùr klukkan tvö og svona til 7 eda 8 à kvöldin. Thad er audvita mjög mismunandi og stundum rignir ekkert og stundum bara smà. Í gaer var èg ì tìma hjà uppáhalds kennaranum mìnum. Hann kennir okkur heimspeki og félagsfraedi. Vid vorum ùti og vid stódum bara öll ì bekknum mìnum og horfdum à rigninguna koma. Vid heyrdum hana líka koma, thegar hùn hrundi nidur à hùsthökin í nágrenninu. Thetta var alveg rosaleg demba og allt vard fullt af vatni. Göturnar í borginni voru allar fullar af vatni og voru líkari ám en götum. Thad var alveg rosalegt. Thad var líka rosaleg rigning í San José og thad voru meira segja vandamál í gangi thar út af vatninu.
Í gaer var ekkert rosalega audveldur dagur. Vinkona mìn og mamma hennar budu mèr ad fara ì fjölskyldu messu hjà theim ì hùsi hjà fraenku hennar. Thau eiga rosalega stòra fjölskyldu. Málid er thad ad thau eiga fraenda sem er 22 eda 23 og er med krabbamein í höfdinu og daudvona. Vid fòrum thvì meira og minna öll fjöldkyldan og presturinn hafdi litla messu heima hjà honum. Ég hafdi aldrei sèd hann àdur en thau vildu bjóda mér med thví ad thau voru öll ad fara og èg er svo mikid med theim öllum nùna. Thad sem var erfidast fyrir mig og ég tók mjög naerri mèr er ad hann er tvíburi. Aetli thad séu einhverjir adrir en tvíburar sjàlfir sem skilja sambandid à milli tvíbura? Thetta var mjög fallegt allt og ótrúleg sorg. Ég mat thad thò mikils ad thau skildu bjóda mér med og ad thau taka mig svona inn í fjölskylduna. Ég, sem by ekki einu sinni med theim.
Í dag var mjög fínt í skólanum en skólinn er alltaf betri í lok vikunnar en í byrjun vikunnar. Allir krakkarnir í bekknum mínum nema thrír strákar voru í heillangan tíma í prófi í dag svo vid vorum fjögur saman ad drepa tímann. Thad var mjög skemmtilegt og thad vard einhvern veginn svo ad èg kenndi theim ad segja theim nokkrar setningar à íslensku. Ekkert alltof gòdar setningar en vid hlóum mikid og their skemmtu sèr mikid ad thvì ad segja thaer vid krakkana í skólanum. Krakkarnir voru öll ordin ótrúlega pirrud en vid bara hlóum, thau skildu thá hvernig thad er ad skilja ekki neitt og allir eru ad hlaegja.
Ég kom svo heim og skrifadi thetta heillanga bréf og èg vona ad fólk hafi enst í ad lesa thad allt. Hef thad vodalega gott hèrna. Kvedja Védís
posted by
Vedis at 6/13/2003 07:35:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
wTuesday, June 03, 2003 |
 |
 |
 |

Thad er hàtìd ì baenum mìnum nùna. Hún stendur frà sìdast föstudegi ad naesta sunnudag. Thad sem hàtìdin er um (annad en ad fòlk sè ad skemmta sèr) eru naut. Thad var byggt einhverskonar hringleikahùs vid hlidina à kirkjunni. Thad er nù ekkert rosalegt en samt alveg ágaetlega stórt, midad vid ad thad er bara fyrir thess hàtìd. Thad er einhverskonar nautaat à kvöldin en èg fòr ekki um helgina. Thad kostar inn og èg og einhver hòpur af krökkum aetlum ad borga okkur inn à laugardaginn. Á daginn er thò ymislegt eins og uppbod. Ég fylgdist smà med einu à sunnudaginn og hefdi getad keypt mèr kàlf à 1200 kr. Ìsl. Hann var reyndar lang ódyrastur, greyid. Ég gerdi ekkert nema ad vorkenna kàlfunum thvì ad their voru alltaf faerdir à milli básanna med thvì ad theim var lyft upp, bara á einu eyra og halanum. Fyrir utan thetta hringleika hùs er ymislegt. Fullt af sölubásum med girnilegum mat og bàsar med leikjum og drasli sem haegt er ad kaupa. Thad eru líka litlar hringekjur og svona hratt lítid parísarhjól. Mig langar ekkert voda mikid í thad, enda ekki mjög traustvekjandi. Systir mìn er öll ùt ì marblettum eftir ad hafa farid í thad thvì ad hùn skelltist alltaf í. Thad er líka trampolin sem kosta reyndar 60 kr ad fara á. Frekar dyrt. Thad er svo gaman thegar thad eru hàtìdir ì baenum thvì ad baerinn er stùtfullur af fólki og allir úti. Thad er líka skemmtilegt thví ad núna thekki ég fleiri heldur en um páskana. Á sunnudagskvöldid var svo ball thar sem var fullt af fólki. Thad voru samt ekki margir sem èg thekki en èg fòr med tveimur vinkonum mìnum og einum stràk. Ég skemmti mèr svo ekkert mjög enda er thad alveg fáránlegt hvad thad er oft sem sunnudagskvöld fara í fylu thvì ad èg tharf ad fara í skólann daginn eftir. Thad skemmtu sèr thò flestir á thessu balli en thad àtti thad sameignilegt med mörgum böllum hèrna ad thad endar sem froduball og thad er froda um allt. Ég sem reyndi ad koma mèr undan henni vard öll òtrùlega blaut. Mamman var ekki alveg sàtt thegar èg kom heim en hùn sagdi ekki neitt, sà thad bara à henni. Hún: ohh.. öll rennandi blaut.
Eftir ballid tók vid heima hjà mèr ad klàra ad skrifa tekstamento, thad er thakkir og eitthvad ì árbókina fyrir skólann. Monica vinkona mìn hafdi hjàlpad mèr en thad var ótrúlega erfitt ad skrifa thví ad ég hef nú ekkert mikid um bekkjarsystkini mìn ad segja ennthá. Ég vona thò ad èg hafi reddad mèr eitthvad ùt ùr thvì. Ég màtti líka skrifa til annarra fyrir utan skólann og ég skrifadi heilmikid til fólksins hérna í Cervantes.
Í skólanum núna eru í gangi kosningabarátta. Thad eru kosningar um forseta skólans og honum fylgir stjórn. Thad er ein bekkjarsystir mìn ad bjóda sig fram og tvö sem eru med henni í stjórn.. Alls eru thrjú frambod.. Hvert frambod hefur svo einn dag til ad hafa eitthvad í gangi. Thad mà segja ad bekkurin minn sé allur ad taka thátt í kosningabaráttunni enda allir med hópnum sem hefur bekkjarsystkini okkar. Í gaer var dagurinn fyrir okkar frambod. Thad voru blàsnar upp blödrur, hengd upp plaköt, bordar og ymislegt fleira. Einher gaur kom med rosa graejur og thad var spilud tónlist og dansad í thrjá klukkutíma. Vid laerdum akkurat ekkert í gaer.
Sídasta laugardag fór ég med vinkonu minni frá sviss á dansnámskeid. Thad tharf algjörlega ef ég aetla ad laera alla thessa dansa. Thad eru allir svo fáránlega gódir ad dansa. Vinkona hennar sem er frà Sviss kom líka en hún er á heima á ödrum stad í Costa Rica en er bara í heimsókn hjà Barböru thessa dagana . Ég thekki hana ekki neitt, enda frekar feimin og óörugg. Thessi vinkona mìn heitir Barbara og heima ì litlum bae ekki langt frá mér en thad tekur thó hátt í klukkutíma ad komast thangad. Hún er ótrúlega fín stelpa og hefur getad talad spaensku í langan tíma. Hún gat thad eiginlega ádur en hún kom hingad. Málid er thad ad foreldrarnir mìnir dyrka hana svo mikid ad èg er eiginlega komin med ofnaemi af nafninu hennar. Á tìmabili leid ekki sá dagur sem thau minntust ekki á hana. Thad var Barbara, barbara, barbara, barbara, barbara. Pabbinn líka ad spyrja mig:”hver er besta vinkona thín? Barbara?” Ef èg er ad fara á eitthvad AFS daemi.. “ohh en gaman, thà geturu hitt Barböru” Greyid Barbara. Ég er komin med svo mikid òged af nafninu hennar ad èg tharf ad passa mig ad làta thad ekki bitna à henni. Hún er mjög fìn stelpa og vid nàum àgaetlega saman. Málid er thad ad ég fór einu sinni til hennar í heimsókn thegar foreldrarnir mìnir bodflennudust med mèr og greyin foreldrar hennar fengu allt í einu fimm manna fjölskyldu í mat thegar thau bjuggust bara vid einni stelpu. Thà tòk pabbinn sinn til og baud Barböru í heimsókn til mín. Vid vorum thò bùnar ad plana annad. Eftir thà helgi sem hùn var heima hjà mèr haettu thau ekki ad tala um hana. Ég á alveg adrar mjög gódar vinkonur med AFS líka og alltaf thegar allir hittast med AFS er èg sjaldnast med Barböru. Ég tala oft um adrar vinkonur mìnar vid fjölskyldu mìna en thad eina sem foreldar mìnir sjà er Barbara. Barbara er sú eina sem hefur heimsótt mig en ég veit ad hinum stelpunum langar líka til ad heimskaekja mig. Ég var einmitt ad spà ì ad bjóda vinkonu minni sem er reyndar líka frá sviss en byr ì San josè ad koma til mìn naestu helgi thar sem thad er mikid um ad vera hèrna. Allavegana. Á laugardaginn hittum vid pabbann minn eftir danstímann. Pabbinn tók sig thá til og baud theim bádum, barböru og vinkonu hennar, til mín naestu helgi. Hann vill bara vera gódur en ég var ekki alveg sátt. Hann spyr mig aldrei fyrst. Mig langadi í raun miklu frekar ad fá vinkonu mína í heimsókn frá San josè heldur en ad fá Barböru í annad skiptid. Hún gerdi thó sem betur fer lítid úr thessu bodi thví ad hún veit ad fjölskyldan mìn er med hana á heilanum. Ég spurdi svo pabbann seinna um daginn ef èg maetti frekar bjóda Silvönu frá San josé og ég mátti thad audvita. Barbara er audvita fín en thetta er threytandi fyrir mig og aetli ég sé ekki adallega öfundsjúk, thví audvita vil ég vera sú sem theim líkar betur vid.
Ég og systir mìn erum alltaf betri og betri vinkonur en vid tölum thò aldrei neitt saman ì skólanum. Thad tók thó alveg langan tíma ad fá hana til ad tala almennilega vid mig. Munurinn á okkur er sá ad ég á tvaer systur heima og eina sem èg segi allt en hún er svo vön ad vera bara ein. Hún hefur aldrei fengid neitt mikla athygli frá foreldrunum hingad til og hùn og bródirinn voru ekkert voda gódir vinir. Hún hefur thò notid sin miklu betur eftir ad bródirinn fór til sudur afríku. Hún verdur 15 ára í júlí en ´hún vill ekki stóra veislu. Vid erum ekkert ad fara í neitt ferdalag med henni thví ad hún fékk thá gjöf frá foreldrum sínum ad fara í tveggja vikna ferd med einhverjum hópi af krökkum. Thau fara í nokkra daga til Maimi og eftir thad í viku á risastórt skemmtiferdarskip í Karapía hafinu. Ekki slaemt. Skipid hefur allt, nefndu thad. Leikhús, bókasafn, sundlaug, körfuboltavöll, búdir, veitingastadi, klifurvegg, allt. Thad verdur thví líklega einmannalegt fyrir mig í fríinu. Aetli vid förum thò ekki eitthvert og pabbinn bydur Barböru med. Nei bara grín, líklegast ekki.
Ég hlakka til naestu helgar.
posted by
Vedis at 6/03/2003 04:55:00 PM
|
 |
 |
 |
 |
 |
|